Fimmtudagur 5. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Félagsbústaðir taka faglega á hótunum í garð starfsmanna: „Kæra mál ef þau eru þess eðlis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf greindi frá því í síðustu viku að Sindri Kristjánsson, íbúi í Breiðholti, hafi birt bréf á samfélagsmiðlum sem hann fékk frá Félagsbústöðum en hann býr í húsnæði þeirra í Efra-Breiðholti. Hlutverk Félagsbústaða er að leigja út íbúðir til einstaklinga og fjölskyldna sem úthlutað hefur verið félagslegu leiguhúsnæði af velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Í bréfinu er Sindri áminntur fyrir hegðun sína en hann sagður hafa sýnt ógnandi hegðun og tilburði og að sú hegðun beinist gegn fólki í nánasta umhverfi hans og valdi nágrönnum sínum kvíða og öryggisleysi en Sindri hefur verið sakaður um kynþáttahatur á samfélagsmiðlum.

Í svarbréfi sínu sem Sindri birti neitar hann öllum ásökunum en töldu einhverjir að í svari hans fælist hótun í garð starfsmanns Félagsbústaða. „Ef þú _______ ætlar að ræna mig mannorðinu með því að sverta mig og leika hetju sem bjargar deginum, þá mun ég nafnbirta þig fyrir öðrum og segja nákvæmlega frá því hvar þú hefur brotið gegn mér. Ef þú túlkar það sem ógnandi hegðun þá er það ekki mitt vandamál,“ skrifaði Sindri til starfsmanns Félagsbústaða.

Einu sinni verið veist að starfsmanni

Mannlíf hafði samband við Félagsbústaði til að spyrja út í samskipti þeirra við leigjendur og hversu oft það komi upp að starfsmönnum sé hótað.

„Það er ekki algengt að starfsfólki sé Félagsbústaða sé hótað, hvorki af leigjendum né öðrum,“ sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, í svari til Mannlífs þegar hún var spurð um hótanir og ofbeldi leigjenda. „Líklega hefur það komið einu sinni fyrir á síðustu 10 árum að veist var að starfsmanni og honum ógnað.“

- Auglýsing -

En hvernig taka Félagsbústaðir á málum á borð við hótanir?

„Þau fáu tilvik sem hafa komið upp eru rædd og yfirfarin. Mismunandi hvernig málin eru unnin en getur t.d. verið þannig að haft er samband við viðkomandi og farið yfir málið, möguleiki er á úrvinnsluviðtali hjá sérfræðingi eða jafningjastuðningi innan fyrirtækisins, möguleiki er að kæra mál ef þau eru þess eðlis, farið yfir ferla og viðbrögð og málin skráð.“

Þá sagði Sigrún að almennt liði starfsfólki ágætlega í vinnunni og starfsandinn væri góður. Slíkt væri greinilegt á þeim könnunum sem starfsfólk hefði tekið en starfsmenn Félagsbústaða eru 28 talsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -