Miðvikudagur 10. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ferill Bjarna Benediktssonar – Viktor Orri stiklar á stóru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um helgina er landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn í Laugardalshöll og um tvöþúsund fundargestir. Í dag verður kosið um nýjan formann flokksins, hefst kosningin klukkan hálf eitt samkvæmt dagskrá landsfundar. Búist er við hörðum slagi milli núverandi formanns Bjarna Benediktssonar og mótframbjóðanda hans Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Í ljósi þessa birti Viktor Orri Valgarðsson, fyrrum varaformaður Pírata, á fésbókarsíðu sinni upprifjun af fréttum og verkum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og sitjandi formanni flokksins. Bjarni hefur sætt harðri gagnrýni í gegnum árin og meðal annars nýverið fyrir að vilja ekki birta skýrslu um söluna á Íslandsbanka.

Í færslu Viktors Orra segir:

Bjarni Ben var lengi með 40 milljónir í aflandsreikningi á Seychelles-eyjum, en segist ekki hafa haft hugmynd um það. Samt spurði starfsmaður Landsbankans fyrir hans hönd „Þarf að skrá bréfin á nöfn?“ https://www.ruv.is/…/aflandsfelag-fjarmalaradherra…

Bjarni skrifaði líka undir vafnings-lánasamninga sem brutu reglur um lán til tengdra aðila og kostuðu ríkið sennilega tugi milljarða, en sagðist ekki hafa haft hugmynd um hvað hann var að skrifa undir. Seinna kom í ljós að það var auðvitað rangt. https://stundin.is/grein/5595/
Pabbi Bjarna var sá sem Bjarni skrifaði undir fyrir. Sama fyrirtæki, Hafsilfur keypti síðar hlut í Íslandsbanka af ríkinu langt undir markaðsvirði, í sölu sem Bjarni leiddi sem fjármálaráðherra og hafði bara átt að selja mun stærri hluti. https://kjarninn.is/…/spurdi-bjarna-hvort-thad-vaeri…/
Sami pabbi Bjarna, Benedikt Sveinsson, skrifaði líka undir umsókn barnaníðings um uppreist æru, og dómsmálaráðuneytið braut lög með því að neita fórnarlömbum hans (og fjölmiðlum) um upplýsingar um það. https://stundin.is/grein/5421/
Í lok árs 2014 seldi Landsbankinn frænda Bjarna fjármálafyrirtækið Borgun langt undir markaðsvirði í lokuðu söluferli, þegar Landsbankinn var kominn í eigu ríkisins og Bjarni var sjálfur fjármálaráðherra. https://stundin.is/…/helsta-vorn-bjarna-er-ad-vita…/…
Sjálfur seldi Bjarni einmitt 50 milljón króna hlutabréf sín í Glitni daginn sem neyðarlögin voru sett 2008, eftir að hafa setið neyðarfundi með Glitni sem þingmaður, en sagði í viðtali 2016 að hann hefði ekki átt neitt „sem skiptir máli“ í bankanum. https://stundin.is/…/seldi-i-sjodi-9-sama-dag-og…/
Fyrir kosningarnar 2016 fékk Bjarni til sín svarta skýrslu um skattaskjól, aflandsvæðingu og aðgerðarleysi ríkisstjórna sinna í fjármálaráðuneytið, en sat á henni fram yfir kosningar. Hann laug fyrst um hvenær hann hefði fengið hana og sagðist síðar ekki hafa viljað setja hana „í kosningasamhengi“. https://stundin.is/…/skyrslan-sem-kjosendur-fengu-ekki…/
Hann lofaði því líka skýrt fyrir kosningar 2013 að hans ríkisstjórn myndi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn Íslands að ESB, en sveik það síðan blákalt eftir kosningar og sagði „pólitískan ómöguleika“ að efna loforðið, þó ekkert hefði í raun breyst. https://kjarninn.is/…/2016-09-23-bjarni-lofadi…/
Svo kom hann auðvitað í veg fyrir það að prófessor yrði ritstjóri fræðatímarits, eins og norrænir kollegar höfðu lagt til, á þeim yfirlýstu forsendum að sá hafði gagnrýnt Bjarna og hans pólitík, þó umrædd staða sé alfarið fræðileg og ekki pólitísk skipun. https://www.ruv.is/…/ekki-heppilegur-samstarfsadili…

Guðlaugur Þór og kaupin á Swiss Life: „Einn versti díll sem nokkur maður hefur gert“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -