Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Fíknisaga Magnúsar hófst á kannabisneyslu: „Síðustu þrír mánuðirnir í hans lífi voru honum erfiðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Andri byrjaði í kannabisneyslu, en líkt og margir aðrir taldi hann efnið ekki vera skaðlegt. Sjúkdómurinn þróaðist hratt, Magnús leiddist út í neyslu ópíóíða. Mánuði áður en hann lést var hann kominn með viljann til þess að takast á við vandamálið, en hjálpina var erfitt að fá.

„Maður sá breytingar á honum. Hann var mjög opinskár við mig um hvaða neysla væri í gangi. Ég var sú sem hringdi á meðferðarstofnanir, pantaði fyrir hann á Vogi og var stanslaust með honum í þessu. Það var fyrst núna í janúar sem hann vildi virkilega fara í meðferð og þá langvarandi meðferð. Tíu dagar inni á Vogi, að koma úr ópíóíðafíkn, eru ekki neitt. Maður sá hvað þetta var orðið mikið svartnætti,“ segir Guðrún.

Hjónin sáu miklar breytingar á syni sínum síðustu tvo mánuðina sem hann lifði en úrræði fyrir þá sem glíma við ópíóíðafíkn voru ekki til staðar.

„Síðustu þrír mánuðirnir í hans lífi voru honum auðvitað töluvert erfiðir, en hins vegar var hann kominn á þann stað að hann vildi leita sér lækningar.“

Viðtalið við Guðrúnu og Sæmund sem misstu son sinn úr ópíóíðafíkn má lesa í heild sinni hér, í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -