Sunnudagur 14. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Fleiri hópsýkingar og ekkert frí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við eigum eftir að fá aðra hópsýkingu eftir þessa,” sagði  Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, í samtali við morgunútvarp Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála vegna COVID-19 hér á landi.

Þórólfur sagði að það væri ljóst að fleiri hópsýkingar eigi eftir að koma upp á næstunni, alveg sama þó eftirlit við landamærin verði strangt.

Hann sagði að undanfarið hefði rakningarteymið fengist við tvær hópsýkingar en ennþá væri verið að reyna að ná böndum á aðra hópsýkinguna og að það væri enn óljóst hvernig smit hafa greinst á milli manna.

Ekki getað tekið sér frí

Þórólfur viðurkennir að hann hafi ekki búist við að baráttan við veiruna myndi taka eins langan tíma og raun ber vitni. „Þetta er lengra og meira en ég hélt. Ég bjóst ekki við að hann [faraldurinn] ætti ennþá eftir að ná toppi,“ sagði Þórólfur sem hefur haft í nógu að snúast síðan faraldurinn náði útbreiðslu hér á landi.

„Ég ætlaði að taka fjóra daga um daginn,“ sagði Þórólfur spurður úr í frí. „En það varð ekkert frí úr því. Ég sé ekki fram á að taka neitt frí á næstunni“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -