Þriðjudagur 21. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Formaður KR tjáir sig ekki um leka innan félagsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í lok apríl kom upp atvik eftir leik KR við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta þar sem Guy Smit, markmaður KR, sást ýta börnum frá sér sem vildu hitta markmanninn og var hann gagnrýndur mikið fyrir hegðun sína en Smit baðst síðar afsökunar á málinu.

Það sem vakti einnig athygli marga var að tveimur dögum eftir leikinn birti DV myndband úr SPIIDEO-myndavél liðsins af Guy Smit að ýta börnunum í burtu en hún er notuð af KR til að taka upp leiki til að auðvelda leikgreiningu og fara yfir frammistöðu leikmanna á sem bestan máta. Heimildarmenn Mannlífs segja að aðeins fáir og hátt settir starfsmenn KR hafi aðgang að myndbandsupptökum úr SPIIDEO en ljóst er að birting myndbandsins hefur aðeins neikvæð áhrif á leikmann KR. Þá er upptakan ekki tekin upp á síma af skjá í leyni heldur er um ræða skrá sem hefur verið tekin beint úr vélinni sjálfri.

Frammistaða Guy Smit með KR hefur verið mikið gagnrýnd af sérfræðingum og stuðningsmönnum KR og telja heimildarmenn Mannlífs að myndbandinu hafi verið lekið til að láta markmanninn líta enn verr út en hann hefur nú þegar gert. Aðeins nokkrum dögum eftir lekann kom upp sá orðrómur að Jökull Andrésson, markmaður Reading, muni ganga til liðs við félagið en Óskar Axel Andrésson, bróðir Jökuls, spilar með KR.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Þórhildi Garðarsdóttur, formann KR, til að spyrja hana út í lekann en þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -