Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Framkvæmdarstjóri Ölmu var Oddviti Pírata 2014: „Hefðuð þið viljað þennan gaur sem bæjarfulltrúa?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúðafélagið Alma hefur verið harðlega gagnrýnt síðan það tilkynnti um fjórðungshækkun húsaleigu eftir áramót. Eru dæmi um að viðskiptavinir Ölmu endi að öllum líkindum á götunni vegna þessa.

Alma tilkynnti nýlega að leiguverð íbúða félagsins myndi snarhækka um næstu áramót en Vísir segir frá því í frétt að framkvæmdarstjórinn, Ingólfur Árni Gunnarsson láti ekki ná í sig er innt er eftir viðbrögðum við gagnrýni á hækkuninni.

Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar áhugaverðan texta á Twitter í gær þar sem hann segir frá því er Ingólfur var oddviti Pírata í Kópavogi.

„Árið 2014 var þessi gaur oddviti Pírata í Kópavogi. Ok, story time. Ég er sem sagt einn af stofnendum Pírata í Kópavogi. Raunar eru það ég og einn annar gaur sem berum alfarið ábyrgð á því að félagið var stofnað og að flokkurinn hafi boðið fram í Kópavogi 2014. En við vorum ekki lengi einir og brátt myndaðist ákveðinn kjarni fólks sem lagði grunninn að framboði. Ingólfur og bróðir hans voru minnir mig ekki á stofnfundinum, en þeir bættust fljótlega eftir það í hópinn og voru ágætlega virkir. Þeir voru samt alltaf pínu sér á báti. Þeir sósíalæsuðu ekkert mjög mikið fyrir utan bara formlega félagsfundi (ekkert að því svo sem) og voru mjög greinilega með nokkuð ólíka sýn á stjórnmál og hvað Píratar ættu að vera. (eða Ingólfur var það alla vega. Bróðir hans sagði aldrei neitt mikið). Sumt af því var ekkert major. Ég til dæmis var á þessum tíma mikill talsmaður þess að litlir, umbótasinnaðir flokkar, sér í lagi Píratar og Dögun heitin, myndu vinna saman frekar en í sitthvoru lagi. Ingólfur, ásamt mörgum öðrum, var á móti því. Annað var stærra. Við til dæmis lögðum mikla áherslu á að auka kost á félagslegu húsnæði. Hans svar við því var „og hver á að borga fyrir það?“,“

Í næstu færslum skrifar Hans um föður Ingólfs og óvænt úrslit í oddvitakjöri Pírata í Kópavogi:

„Sagan hefur sýnt að ég hafði rangt fyrir mér um Dögun en ég stend við þá afstöðu að vera á móti því að breyta Pírötum í hægriflokk. Svo leið líka ekki á löngu áður en við föttuðum hver pabbi hans var, en hann hafði þá nýlega átt í einhverjum vafasömum high profile viðskiptum í Kópavogi. Það jók ekki traust okkar á Ingólfi. En svo kom að því að setja saman lista, sem í Pírötum er alltaf ákveðið með prófköri. Tveir aðilar sóttust eftir 1. sætinu, en það var annars vegar Árni Þór sem stofnaði Pírata í Kópavogi með mér og hins vegar Ingólfur. Okkur til mikillar undrunar rústaði Ingólfur þessu prófkjöri. Ég veit ekki hvaðan allt þetta fólk sem kaus hann kom, þau höfðu alla vega ekki mætt á einn einasta félagsfund áður eða látið starfið sig varða, en Ingólfur vann með yfirburðum.“

- Auglýsing -

Því næst segir Hans að hann og fleiri hefðu átt erfitt með að sætta sig við sigur Ingólfs.

„Eftir á að hyggja hefðum við líklega bara átt að segja þetta gott þarna. En við vorum búin að leggja ógeðslega mikla fokking vinnu í að byggja upp félagið, setja saman stefnu, leggja grunn að framboði og fjandinn hafi það, þessir frálshyggjupésar máttu bara éta skít. Við ákváðum að vera með vesen og reyndum að ógilda kosninguna. Höfðum við einhvern lagalegan grundvöll til þess að framkvæma þann gjörning? Nei, líklega ekki. Höfðum við góða ástæðu fyrir því að setja okkur á móti niðurstöðum prófkjörsins? Tja… Ég meina, segið þið mér. Hefðuð þið viljað þennan gaur, núverandi formann Ölmu, sem bæjarfulltrúa? Myndu þið treysta honum til þess að koma að ákvarðanatöku um húsnæðismál í Kópavogi? Eða velferðarmál? Málefni öryrkja?“

Hans og félagi hans boðuðu til félagsfundar í tilraun til að ógilda kosninguna.

- Auglýsing -

„Við boðuðum til félagsfundar þar sem þetta átti að eiga sér stað. Við vorum alveg viðbúin því að þetta yrðu átök, en við vorum alls ekki viðbúin því sem gerðist á þessum fundi. Þetta var mjög fjölmennur fundur þar sem var farið mjög ófögrum orðum um okkur. Hjálpaði heldur ekki að þingflokkur Pírata blandaði sér í málið og stóð alfarið með Ingólfi. Nú eru 8 ár liðin frá þessu og ég man ekki allt sem fór fram á þessum fundi, en í minningunni töluðu þingmennirnir miklu meira heldur en Ingólfur. Þessi fundur endaði með því að við sem höfðum upp að þessu skipað stjórn félagsins sögðum af okkur. Píratar settu fram lista sem Ingólfur leiddi. Það var ein kona á þeim lista og hún var í tólfta sæti eða eitthvað. Við hin sem vorum fúl á móti bjuggum til framboðið Dögun og umbótasinnar (kjörstjórn bannaði okkur að heita Dögun og sjóræningjar). Okkur gekk vægast sagt illa í þessum bæjarstjórnarkosningum en það var smá silver lining að Pírötum gekk líka illa.“

Segir Hans næst að þess reynsla hefði gert hann að anarkista:

„Þessi lífsreynsla breytti mér í anarkista og kenndi mér að vera ekkert mikið að blanda mér í flokkapólitík aftur. Hún virðist ekki hafa kennt Ingólfi að hætta að leyfa pabba sínum að koma sér í vafasamar aðstæður sem hann ræður ekki við. Ég er ekki reiður yfir þessu lengur. Kaus Pírata í fyrra, enda allt annar flokkur í dag. Sá eini sem ég man eftir af þessum fundi sem er ennþá í pólitík er Björn Leví og hann var sá eini sem að kom fram við okkur af kurteisi. Píratar í Reykjavík voru líka ekkert að blanda sér í þetta. Þegar ég fór að heimsækja þau stuttu eftir afsögnina, þá var „you’re still cool in my book“ það eina sem nokkur maður hafði um Kópavogsfíaskóið að segja.“

Að lokum segist Hans hafa sæst við Helga Hrafn en að hann muni aldrei fyrirgefa Birgittu Jónsdóttur.

„Við Helgi Hrafn höfum sest niður og rætt málin. Við sættumst og í dag hef ég ekkert út á hann að setja annað en að hann mætti vera aðeins minni miðjumaður. En ég held ég muni aldrei fyrirgefa Birgittu. Ég hef mínar persónulegu ástæður fyrir því og ég ætla ekki að ræða þær hér. En ég get sagt að þegar Helgi Hrafn og Halldóra Mogesen settu sig á móti því að Birgitta tæki sæti í trúnaðarráði Pírata 2019, þá veit ég fyrir víst að þau höfðu rétt fyrir sér. En þetta er náttúrulega bara mjög löng leið til þess að segja Æ tóld jú só. Æ fokking tóld jú só“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -