Fimmtudagur 31. október, 2024
0.1 C
Reykjavik

Gagnrýna vetrarþjónustu borgarinnar: „Liggur við að maður fari á skautum í vinnuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á jóladag er tilvalið að fara með fjölskyldunni út að ganga. Á stystu dögum ársins þrá flestir dagsbirtuna. En það er ekki öllum gefið að fara út að ganga þar sem víða eru hálkuvarnir í ólagi. Helstu stofnbrautir og gangstéttir eru saltaðar en öðru máli gegnir um íbúagötur.

Í hverfagrúppunni Vesturbærinn kvarta íbúar sáran undan flughálum gangstéttum í borghlutanum. Í athugasemdum við færsluna verklag borgarinnar harðlega gagnrýnt og gert grín að þjónustuhandbók um vetrarþjónustuna verði væntaleg í janúar eftir að skipuð verði stýrihópur utan um leturgerð hennar.

Vetrarþjónusta borgarinnar

Stefna borgarinnar hefur verið að fækka bílastæðum á borgarlandi og þrengja að einkabílum. Skýtur því skökku við að ekki sé hugað betur að aðgengi fyrir gangandi vegfarendur og hjólandi.

Íbúi í miðborginni tekur í sama streng og veltir fyrir sér hvers vegna svo lítil vetrarþjónusta af hálfu borgarinnar og bendir á að hvergi sé gott aðgengi að salti eða sandi fyrir þá sem vilji ganga sjálfir í verkið. „Liggur við að maður fari á skautum í vinnuna.“

Þá hvatti íbúi í Skerjafirði nágranna sína að taka höndum saman salta fyrir utan sínar lóðir þar sem borgin væri að bregðast skyldum sínum. Fram kom að kona hans hafði dottið illa og brotið á sér höndina í fallinu.

- Auglýsing -

Annar segir frá því að hann finn sér enn meins, tveimur vikum síðar, eftir að hafa flogið aftur fyrir sig og lent á bakinu.

Þjónustuflokkur gatna   

Inni á borgarvefsjá má kynna sér í hvaða þjónustuflokki tilteknar götur eru. Er þeim skipt upp í fjóra mismunandi flokka eftir umferð.

- Auglýsing -

Götur

  • Þjónustuflokkur 1: Helstu stofnbrautir, mikilvægar tengigötur vegna neyðarþjónustu, fjölfarnar safngötur og strætisvagnaleiðir.
  • Þjónustuflokkur 2: Aðrar safngötur og aðkoma að leik- og grunnskólum.
  • Þjónustuflokkur 3: Húsagötur.
Mynd/Skjáskot af korti Borgarvefsjár.

Sandur aðgengilegur á þremur stöðum

Fram kemur á vef borgarinnar:

„Hægt er að sækja salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvar borgarlandsins við Stórhöfða. Einnig eru kistur með salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -