Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Guðni Th. gagnrýnir söguburð: „Hafðu mig ekki fyrir því …“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta samfélag okkar er sterkt og lítið – og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson í ávarpi við Stjórnendaverðlaun Stjórnivísis 2024 þann 12. febrúar síðastliðinn.

Forseti Íslands hélt ávarp í lok verðlaunaafhendingarinnar.

Guðni Th. segist ekki vita hvað marki góðan stjórnanda: „Enda er ég bara sagnfræðingur í launalausu leyfi frá Háskóla Íslands,“ segir Guðni og uppsker hláturroku hjá viðstöddum. „En reynslan kennir manni þó sitthvað,“ segir hann og bætir við að hann geti með einhverri vissu sagt hvað einkenni góðan stjórnanda.

„Það er það sama og einkennir okkar góða samfélag. Við reynum að snúa smæð okkar í styrk. Reynum að horfa á og efla styrkleika okkar sem búa hvar sem þeir kunna að vera. Og viðurkennum jafnvel líka veikleikana.“

„Þessi nánd að búa í litla þorpinu Íslandi þar sem við þekkjum öll hvert annað – og getur verið svo erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta getur verið okkur fjötur um fót,“ Guðni gefur sér gott hlé og heldur áfram.

„Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd. „Hafðu mig nú ekki fyrir því, en veistu hvað ég var að heyra?“,“ segir Guðni og bætir við ákveðinn:

- Auglýsing -

„Og ég nenni ekki að eyða frekari orðum að því.“

„En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk – eins og áður sagði, og gera okkur betri, dag frá degi. Sem einstaklinga og sem samfélag.“

Guðni bætir því við í blálokin að góður stjórnandi kunni að vera gagnorður, stuttorður.

- Auglýsing -

„Mæla þarft eða þegja – Eins og segir í Hávamálum. Þess vegna lýk ég orðum mínum hér og nú – og óska stjórnendum Íslands nær og fjær góðs gengis við það að bæta hag okkar allra í núinu og um alla framtíð.

Gangi ykkur allt í haginn. Takk fyrir mig.“

Guðni steig frá pontu og uppskar mikið lófatak.

Ávarp forseta sem og upptöku frá Stjórnendaverðlaunum Stjórnvísi 2024 í heild sinni hér:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -