Miðvikudagur 6. nóvember, 2024
5.9 C
Reykjavik

Hópsmit á þorrablóti í Önundarfirði: „Við vitum ekki hvaða afbrigði þetta er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtán manns sem sóttu þorrablót í Holti í Önundarfirði í síðustu viku, smituðust af Covid. Fimmtán aðrir smituðust svo út frá þeim.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum smituðust fimmtán manns af Covid-veirunni eftir að hafa sótt þorrablót í Holi í Önundarfirði í liðinni viku. Þá smituðust jafn margir í kjölfarið af þeim sem sóttu þorrablótið.

Gylfi Ólafsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða staðfesti við Mannlíf að hópsmit hafi komið upp en vissi ekki nákvæma tölu. „Já en við erum ekki með neinar sérstakar tölur yfir fjöldann, fólk hefur bara verið að taka heimapróf. En já, ég get staðfest að það eru einhver smit. En við vitum ekki hvaða afbrigði þetta er eða hversu margir smituðust,“ sagði Gylfi aðspurður um málið. Ekki náðist í Súsönnu Ástvaldsdóttur smitsjúkdómalækni hjá HSV við gerð fréttarinnar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -