Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Hörður hafnar hagsmunaárekstri: „Grímulaus áróður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjóri 433.is gagnrýndur af fundargestum.

Um síðustu helgi var haldið ársþing KSÍ og á því var kosið til formanns en Vanda Sigurgeirsdóttir, sem hafði verið formaður fram að því, lýsti því yfir að hún myndi ekki bjóða sig fram aftur. Á endanum var Þorvaldur Örlygsson kjörinn formaður eftir mjög jafna og spennandi kosningu.

Mannlíf ræddi við nokkra fundargesti og voru allir sammála um að ársþingið hafi heppnast vel. Viðvera eins fundargests á ársþinginu vakti þó athygli margra að sögn viðmælenda Mannlífs en það var viðvera Harðar Snævars Jónssonar, ritstjóra knattspyrnusíðunnar 433.is, en hann var einn af fulltrúum Dalvíkur/Reynis á ársþinginu og hafði atkvæðisrétt þegar kom að kosningu til formanns og stjórnar KSÍ. Telja þeir að slíkt bjóði upp á hagsmunaárekstur og sé óheppilegt fyrir hreyfinguna.

„Ég tel enga sérstaka árekstra tengjast starfi mínu og því sjálfboðastarfi sem ég kem að hjá Dalvík/Reyni þar sem ég sit í stjórn knattspyrnudeildar,“ sagði Hörður í samtali við Mannlíf um málið.

„Ég tók vissulega viðtal við Þorvald og Guðna í aðdraganda kosninga en sökum búsetu og fjölgunar í fjölskyldu komst ég ekki suður til að taka viðtal við Vigni. Ég er ekki fyrsti og líklega ekki síðasti fjölmiðlamaðurinn sem vinn sjálfboðavinnu fyrir félag hér á landi og tek sæti á þinginu,“ en Hörður hefur verið ritstjóri 433.is síðan árið 2012. Heimasíðan er hluti af DV en umfjöllun DV og 433.is um formannskjör KSÍ var harðlega gagnrýnd í nýjasta útvarpsþætti Fótbolti.net. Var meðal annars sagt að umfjöllun 433.is og DV væri „grímulaus áróður“ fyrir hönd eins frambjóðanda í formannskjörinu.

„Ég ásamt öllum úr stjórn knd. Dalvíkur/Reynis tókum sameiginlega ákvörðun um öll þau mál sem voru á dagskrá á þinginu, það var því ekki bara mitt að ákveða hvaða hagsmunir væru bestir fyrir okkar félag. Ákvörðun Dalvíkur/Reynis í þeim tillögum og kosningum sem voru höfðu því ekkert með það að gera hvort ég sæti þarna eða einhver annar úr stjórn félagsins,“ sagði Hörður að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -