Sunnudagur 13. október, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Íslendingar um borð í skemmtiferðaskipi þar sem svæsin magapest gengur: „Magga gaf honum lexíu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bráðsmitandi magapest er komin upp í skemmtiferðaskipi sem er á leið til Márítáníu frá Suður Afríku. Íslendingur um borð skammaði yfirmann mötuneytis skipsins.

Jóhann Helgi Hlöðversson og kona hans, Margrét Ormsdóttir eru nú stödd um borð í skemmtiferðaskipi sem er á leið til Márítáníu frá Suður Afríku. Upp er komin svæsin niðurgangspest en farþegar hafa verið að veikjast hver af öðrum. Jóhann Helgi sagði frá þessu á Facebook en hann segir að eiginkona hans hafi skammað yfirmarnn veitingastaðanna í skipinu því aðeins væri skipt á áhöldum í sjálfsafgreiðslunni á 15 mínútna fresti. Stuttu síðar veiktist Margrét en þegar Jóhann Helgi kom inn í matsalinn í gær, var búið að fara eftir fyrirmælum eiginkonunnar og mátti nú enginn snerta neitt og þjónar tóku við pöntunum. Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Ferðasaga 19.Febrúar 2024 Í skítamálum! Nú er komin upp bráðsmitandi skíta pest í skipinu. Síðastliðna tvo daga hefur fólk verið að veikjast hvert af öðru. Við höfum sloppið en í gærkveldi gengum við fram á sjálfan yfirmann veitingarstaðanna og Magga gaf honum lexíu. Hún sagði að það verði að breyta strax um aðferðir í stóra mötuneytinu! Það væri algjörlega galið að allir fengju að skammta sér sjálfir á diskana. Þessu yrði að breyta strax! Yfirmaðurinn sagði að ástandið væri ekki komið á neyðarstig og þeir skiptu um áhöld í öllum réttum á 15 mínútu fresti. Magga sagði honum að það væri galið! Veistu hvað margir handleika hvert áhald á 15 mínútum? Núna er Magga orðin veik og þegar ég skottaðist upp í matsal í hádeginu var allt orðið eins og Magga sagði að það ætti að vera. Nú fékk engin að snerta neitt! Það var búið að girða af vatns og djúsvélarnar ásamt kaffinu. Þar stóð þjónn sem tók pantanir. Eins var með hlaðborðið þar setti þjónn á diskinn það sem hver vildi. Rödd skipstjórans glumdi í hátölurum kl 12 að venju en að þessu sinni snérist ræða dagsins að mestu um kúk og skít og hann reyndi að hughreysta farþegana og áminnti okkur um nauðsyn þess að þvo okkur um hendur, snerta ekki handriðin og hætta að væla. Þetta gengur yfir.“

Það er ástand um borð
Ljósmynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -