Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Jón Viðar Jónsson: „Macbeth, er ein þeirra verstu, ef ekki sú allra versta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Shakespeare í plús og mínus

Það er margt sem maður skilur ekki.  Eitt af því sem ég – reglulegur leikhúsgestur til margra ára – skil ekki, er þetta: hvernig stendur á því að í meira en tvo áratugi hafa tvö aðalleikhús okkar nær alltaf klúðrað stórbrotnustu harmleikjum Shakespeares þegar þau hafa tekið þá til meðferðar? Stundum hafa þessar sýningar verið allt að því yfirskilvitlega vondar. Macbeth, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi nú í janúar, er ein þeirra verstu, ef ekki sú allra versta.

Ástæðan er alltaf sú sama: leikstjórarnir, sem eru ráðnir til verksins, telja sig geta farið með texta skáldsins nákvæmlega eins og þeim sýnist. Á bak við þetta liggur oftast öfugsnúin hugmyndafræði sem lítur á leikhúsið sem vettvang róttækrar þjóðfélagsgagnrýni og leikritin – einkum auðvitað klassíkina sem ekki er varin höfundarrétti – efnivið í uppákomur sem menn leyfa sér svo að kalla „tilraunaleikhús“ – eins þótt slíkar „tilraunir“ hafi verið stundaðar áratugum saman erlendis og endi langoftast sem samsafn af klisjum, enda frekar önugt fyrir leikstjóra að vera alltaf frumlegir.  Macbeth Leikfélagsins er „gott“ (þ.e.a.s. skelfilegt) dæmi um þetta.

Þegar þetta er skrifað eru liðnar nokkrar vikur frá frumsýningu og um hana hafa birst dómar. Ekki hef ég nú séð þá alla, en ég las tvo sem ég var að mestu sammála. Aðfinnslur þeirra voru réttmætar og studdar dæmum. Ef nú hlutaðeigandi leikstjóri vildi læra eitthvað, þá gæti hún sannarlega gert það með því að kynna sér þessa krítík. Eftir langa reynslu er ég þó hræddur um að lítil von sé til þess og leikstjórinn muni bara afgreiða hana sem „gamaldags“. Og það myndi hún eflaust gera við flest af því sem ég gæti lagt frekar til málanna. Þið viljið samt að ég nefni dæmi? Gott og vel. Leikstjórinn er „woke“ og vill láta það skýrt í ljós. Hvernig fer hún að því? Jú, hún gerir eina af karlhetjum leiksins, Macduff, að homma. Og það skiptir hana engu þó slíkt sé andstætt allri lógík verksins og hjálpi því ekki á minnsta hátt. Þetta skrifar Jón Viðar Jónsson í nýju helgarblaði Mannlífs en gagnrýnina má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -