Mánudagur 20. maí, 2024
5.1 C
Reykjavik

Karl með yfirvararskegg herjar á börn í Hafnarfirði:„Fólk slegið og óöruggt að senda börnin ein út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Foreldrar í Norðurbæ Hafnarfjarðar eru skelkaðir eftir að karlmaður veittist að og elti börn á röndum. Maðurinn hefur ekki náðst.

Móðir nokkur sagði frá því á hverfasíðu Norðurbæjar á Facebook fyrir sex dögum, að níu ára sonur hennar hafi verið eltur af karlmanni á leið sinni á Víðistaðatún. Hafi maðurinn náð að rífa í vesti drengsins, sem varð til þess að drengurinn fór úr vestinu, reif það af honum aftur og hljóp á hoppubelginn þar sem vinur hans beið. Karlmaðurinn lét það ekki duga heldur elti drengina svo hálfa leið heim.

Færsluna má lesa hér:

„Sonur minn 9 ára var á leiðinni á Víðistaðatún fyrir ca klst og var ca á göngstígnum hjá raðhúsunum sem eru í byggingu, hjá skátaheimilinu, þegar maður var allt í einu kominn fyrir aftan hann. Maðurinn labbaði svo hratt að honum og reif fast í vestið sem hann var î þannig að hann fór úr því. Sonur minn náði að rífa af honum vestið og hljóp á hoppubelginn til vinars síns. Maðurinn elti hann þangað og elti þá svo ca hálfa leið heim líka.

Hann var ca 30-40 ára, með svart hár og yfirvaraskegg og ekki íslenskur hélt hann, aðeins dekkri á hörund. Var í appelsínu gulri úlpu.
Við erum búin að láta lögguna vita ásamt því að leita um allt hverfi en fundum hann ekki.
Vildi bara láta vita svo aðrir geti verið á varðbergi og rætt við sín börn og endilega látið lögregluna vita ef þið sjáið einhvern sem passar við lýsinguna.

Endilega deilið þessu lika sem víðast, inn á aðrar hverfissíður bæjarins eða bekkjarsíður hjá krökkunum ykkar.“

Önnur móðir skrifaði í gær frá reynslu barnsins síns sem lenti líklega í sama manni:

- Auglýsing -
„Hugsanlega sami maðurinn, í appelsínugulri úlpu, sem hefur elt barn í síðustu viku, réðst á vin sonar míns og hljóp á eftir þeim. Reif í úlpuhettuna og vildi ekki sleppa m.a..
Þetta var rétt hjá Engidalsskóla, svona frístunda megin, í „skóginum“ þar.

Það er búið að hringja og tilkynna til lögreglu.“

Enn annar foreldri hafði sömu sögu að segja en faðir skrifaði eftirfarandi athugasemd við þessa færslu: „Alveg líklegt að þetta sé sami aðilinn og réðst á minn dreng. Hann var í appelsínugulri peysu, dökkur með yfirvaraskegg. Mögulega eru öryggismyndavélar í nálægðinni endilega allir í þessu hverfi að kíkja á hvað hefur verið tekið upp sem mögulega gæti hjálpað til við að finna þennan væskil.“

Móðirin sem skrifaði fyrstu færsluna sagði í samtali við Mannlíf að málið væri „mjög óhugnalegt og fólk slegið, óöruggt að senda börnin ein út í hverfinu“.

- Auglýsing -

Lögreglan í Hafnarfirði neitaði að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -