Fimmtudagur 8. desember, 2022
-0.2 C
Reykjavik

Katrín Jak tók á móti hinsegin ungmennum: „Hinsegin ungmenni eiga að fá að upplifa öryggi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stendur í ströngu þessa dagana vegna hælisleitendamála en í gær nýtti hún stund milli stríða og fundaði með Hinsegin félagsmiðstöðinni.

Katrín tók á móti sex ungmennum frá Hinsegin félagsmiðstöðinni og sagði samtalið við þau áhrifamikið, í færslu sem hún skrifaði á Facebook en færslan vakti gríðarmikla athygli enda um að ræða málefni sem þarft er að ræða:

„Sumir fundir sitja lengur með manni en aðrir – þannig fund átti ég í dag. Þá fékk ég heimsókn frá Hinsegin félagsmiðstöðinni og átti áhrifamikið samtal við sex ungmenni sem öll eiga það sameiginlegt að sækja starfið þar.

Það var ekki gott að hlusta á lýsingar þeirra af hatursfullri framkomu og orðræðu sem þau lenda öll í vikulega, stundum daglega og hefur staðið yfir í marga mánuði. Þau lýsa breytingu á viðhorfum í garð hinsegin fólks sem er umfangsmikil og alvarleg – og ekki síður alvarlegt er að við höfum ekki tekið nægilega fast á móti þessari þróun, ekki staðið nægilega þétt við bak hinsegin barna og ungmenna. Nú þurfum við öll að taka höndum saman; stjórnvöld munu grípa til aðgerða sem munu m.a. byggjast á tillögum hóps um leiðir til að sporna við hatursorðræðu sem mun skila af sér von bráðar. Það er þörf á fræðslu fyrir okkur öll: börn, foreldra, skólasamfélagið, stjórnvöld og stofnanir. Hinsegin ungmenni eiga að fá að upplifa öryggi, eiga sitt daglega líf og æsku laus við ótta og árásir.“

Katrín og ungmennin glæsilegu.
Ljósmynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -