Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Kristinn ósammála Bjarna Ben: „Er íslenskt samfélag að leysast upp í arfalélega sápuóperu?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Kristinn Hrafnsson er alls kostar ósammála Bjarna Benediktssyni á máli málanna, brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðherrastólnum og ríkisstjórninni.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við RÚV í gær, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti þjóðinni að hún hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra og bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, að hann teldi ekki þörf á þingkosningum í bráð. Þessu er Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks mjög ósammála og rífur Bjarna í sig og segir íslensku valdastéttina vera að „ sökkva í yfirgengilegan hroka“.

Hér má lesa Facebook-færslu Kristins:

„Nei Bjarni, Titanic lenti ekki í vatnaskilum og þessi ríkisstjórn steytti á Katrínu jak sem gafst upp á limminu og gaf út algjöra vantraustsyfirlýsingu með sínu brotthvarfi. Nei, þetta kallar ekkert á ykkar samtal heldur samtal þjóðarinnar við sig sjálfa og þingkosningar og það skiptir engu máli þó að Bjarna finnist engin þörf á kosningum.

Íslenska valdastéttin er að sökkva í yfirgengilegan hroka.
Nú er einn frambjóðanda að setja verk sín í pólitík undir, í von um að verða forseti. Segist samt ekki ætla að vera pólitískur forseti. Hvaða ömurlega skaup er þetta!?
Er íslenskt samfélag að leysast upp í arfalélega sápuóperu?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -