Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Brynjar braut gegn stúlkum undir 15 ára: „Umfangsmesta kynferðisbrotamál sögunnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómur féll í dag í Héraðsdómi Reykjaness í máli Brynjars Joensen Creed sem ákærður var fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn fimm stúlkum undir 15 ára aldri.

Samkvæmt  upplýsingum frá héraðssaksóknara var Brynjar sakfelldur fyrir suma ákæruliði en sýknaður í öðrum. Ákæruliðir voru samtals 17.

Brynjar var dæmdur í sex ára fangelsi

Hann var jafnframt úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald en rannsókn stendur yfir á fjölmörgum meintum kynferðisbrotum hans. Ætluð brot Brynjars eru gífurlega umfangsmikil og sagði héraðssaksóknari að: „þetta væri eitt umfangsmesta kynferðisbrotamál sögunnar.“

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Brynjars Joensen Creed fjölskylduföður á sextugsaldri í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 5 stúlkum á grunnskólaaldri. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember og var hann ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Fleiri kynferðisbrotamál tengd manninum eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Var handtekinn á vinnustað sínum

Elsta brot Brynjars er frá árinu 2018 en flest brotin voru framin á síðasta ári. Brynjar var handtekinn á vinnustað sínum, stóru heildsölufyrirtæki, þann 8. nóvember, og hefur síðan þá setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hjá fyrirtækinu starfaði Brynjar við viðhald tækja og þjónustu við fyrirtæki, stofnanir og skóla. Lögreglan lagði hald á vinnubíl hans og var meðal annars notast við upplýsingar úr ökurita við rannsókn málsins.

„Hann var hæglátur, pínu undarlegur. Utan við sig og erfitt að átta sig á honum. Lágmæltur,“ segir vinnufélagi Brynjars hjá fyrirtækinu, sem ræddi við DV á dögunum.

„Brynjar var augljóslega undir einhvers konar álagi. Hann klessti vinnubíl illa og var stundum að bakka á eða keyra utan í. Eins og hann væri ekki með hugann við umhverfið. Núna veit maður hvað hann var að hugsa um. Ógeðslegt,“ segir vinnufélaginn ennfremur.

- Auglýsing -

Þess má geta að Brynjar var trúnaðarmaður fyrir sinn vinnustað hjá VR. Hann hefur tekið þátt í almenningshlaupum og hlaupið til styrktar góðum málefnum.

Sem fyrr segir bíða Brynjars fleiri ákærur þar sem meint brot hans af sama tagi og hann var sakfelldur fyrir í dag eru í rannsókn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Dómurinn hefur ekki verið birtur og óljóst hvenær það verður 

- Auglýsing -

Maðurinn var ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn fimm ungum stúlkum. Þær voru allar á grunnskólaaldri þegar maðurinn var sagður hafa brotið gegn þeim.

Elsta málið er nærri fjögurra ára gamalt en flest brotin voru síðan í fyrra. Stúlkurnar fimm kröfðu manninn um samtals 17,5 milljónir í miskabætur.

Í ákærunni var maðurinn meðal annars ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni, kynferðisbrot gegn barni og nauðgun auk fleiri vægari brota. Í ákærunni voru sumar stúlkurnar sagðar hafa sent honum kynferðislegt myndefni. Maðurinn var einnig sagður hafa sent þeim slíkt myndefni á samskiptaforritinu Snapchat.

Grunur að hann hafi níðst á fleiri börnum

Ákæran var á sex blaðsíðum sem er sjaldgæft í kynferðisbrotamálum og ákæruliðirnir 17.

Hann var sagður hafa sent einni stúlkunni kynlífshjálpartæki, undirföt, nikótínpúða, rafrettur, áfyllingar í rafrettur og áfengi gegn því að hún sendi honum myndefni gegnum samskiptaforritið Snapchat.

Fram kom í fréttum RÚV í síðustu viku að maðurinn væri til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna gruns um að hafa níðst á fleiri börnum.

Fram kom í fréttinni að málið væri raunar svo umfangsmikið að fjölga þurfti stöðugildum í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, staðfestir það. Mikið álag hafi verið í Barnahúsi í heimsfaraldrinum og að heimild hafi fengist til að ráða í eitt og hálft stöðugildi, meðal annars vegna þessa máls.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -