Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Landsréttur staðfesti dóminn yfir skotmanninum á Egilsstöðum – Gert að greiða hærri miskabætur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsréttur hefur nú staðfest dóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni sem dæmdur var í héraði fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot á Egilsstöðum í fyrra.

Málið vakti mikinn óhug á Egilsstöðum og nágrenni enda skotárásir ekki algengar þar um slóðir.

Í dómi Landsréttar stendur: Á var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot með því að hafa, undir áhrifum áfengis, hótað þáverandi sambýliskonu sinni, B, á heimili þeirra, með því að beina að henni skammbyssu. Þá var Á ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst í heimildarleysi inn í íbúðarhús, undir áhrifum áfengis og vopnaður hlöðnum skotvopnum með þeim ásetningi að bana húsráðanda. Einnig var Á ákærður fyrir hótun, brot gegn vopnalögum og barnaverndarlögum, með því að hafa, undir áhrifum áfengis, hótað D og E, í verki með því að beina hlaðinni haglabyssu að þeim. Jafnframt var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, eignaspjöll, hættubrot og vopnalagabrot, með því að hafa skotið þremur skotum úr haglabyssu að tilgreindum lögreglumönnum.  Loks var Á ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalögum með því að hafa, undir áhrifum áfengis, gengið út úr húsinu og að lögreglubifreið og ógnað lögreglumanni í verki með því að beina að honum hlaðinni haglabyssu.

Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi og var einnig gert að greiða skaða- og miskabætur. Áfrýjaði hann dóminum til Landsréttar en í dag staðfesti Landsréttur dóminn en hækkaði miskabæturnar en hann þarf að greiða tveimur einstaklingum 1.500.000 krónur auk vaxta. Þá þarf hann aukreitis að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -