Mánudagur 20. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

María Sigrún tjáir sig um uppsögnina: „Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
María Sigrún Hilmarsdóttir gefur skýrari mynd af aðdraganda uppsagnar hennar frá Kveik.

Fréttakonunni Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur var rekin frá Kveik á dögunum eins og fram hefur komið í fréttum en hún hefur lítið vilja tjá sig um málið. Þar til nú.

Sjá einnig: María Sigrún rekin úr Kveik eftir harðar deilur: „Ég er ekki hætt á RÚV“

Í Facebook-færslu sem hún skrifaði í dag útskýrir hún hvað gekk á hjá ritstjórn Kveiks á RÚV, í aðdraganda uppsagnar hennar. Gefum henni orðið:

„Að gefnu tilefni:

Ég skilaði fyrsta uppkasti að handriti að Kveiksþætti mínum til ritstjóra og pródúsents kl. 21.42 fimmtudagskvöldið 11. apríl, 12 dögum fyrir áætlaða sýningu innslagsins. Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis. Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér. Þetta þótti mér miður. Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku.“

Í seinni hluta færslu sinnar segir María frá því að fjórir af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið lausir á þessum tíma og því hefði verið lítið mál að hjálpast að ef tímaþröng var málið.

„Því skal haldið til haga að 8.janúar óskaði ég eftir að fá leyfi 17.-22. apríl og fékk það samþykkt. Minn hugur stóð alltaf til að klára þetta innslag og vinna það á staðnum og úr fjarvinnu eins og fordæmi eru fyrir og í þéttu og miklu samstarfi við pródúsent og ritstjóra. Það hefði að mínu mati náðst ef vilji hefði staðið til. Á þessum tíma voru fimm af níu starfsmönnum Kveiks að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september. Auðvelt hefði verð að hjálpast að ef tímaþröng var vandamál.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -