Markmiðið að fræða unglinga um mörk, samþykki og sambönd

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hópur unglinga sem stendur að verkefninu Unglingar gegn ofbeldi frumsýndi nýverið myndband sem hefur það markmið að vekja athygli á og fræða unglinga um mörk, samskipti, samþykki, ofbeldi, heilbrigð og óheilbrigð sambönd.

Verkefnið Unglingar gegn ofbeldi er samstarfsverkefni Stígamóta og Samfés. „Við fundum á tveggja vikna fresti þar sem við fáum fræðslu eða búum til efni til að fræða aðra unglinga um allskyns málefni tengd ofbeldi. Við gerðum átak um mörk og samþykki sem frumsýnt var á Samfestingnum í mars 2019. Núna í ár hefur Samfestingnum verið aflýst og við því fundið okkur nýjar leiðir til að fræða unglinga og lagt áherslu á samfélagsmiðla og dreifa boðskapnum með myndbandinu okkar. Markmiðið með átakinu er minna unglinga á að virða hvort annað og hjálpa þeim að skilja hvernig er hægt að eiga í góðum samskiptum og samböndum,“ segja þau um myndbandið.

Myndbandið er að finna á Instagram síðunni Unglingar gegn ofbeldi.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -