Sunnudagur 25. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Meðferðastofnanir fá ekki aukið fjármagn: „Ég veit ekki á hvaða vegferð þessi ríkisstjórn er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flokkur fólksins sendi frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að tillaga flokksins um aukið fjármagn til meðferðastofnana var felld af ríkisstjórnarflokkunum.

Í atkvæðagreiðslum um fjárlög föstudaginn 8. desember síðastliðinn felldu ríkisstjórnarflokkarnir allar tillögur Flokks fólksins um aukið fjármagn til meðferðarstofnana eins og sjúkrahússins Vogs sem rekið er af SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krýsuvíkur, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Flokks fólksins. Segir í tilkynningunni að tillagan hafi verið fellt þrátt fyrir að yfir 700 sjúklingar bíði á biðlistum eftir meðferð vegna fíknivanda.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi harðlega viðbrögð stjórnvalda í ræðu sinni á mótmælum aðstandenda fíkla á Austurvelli síðastliðinn laugardag og segir það algjörlega óásættanlegt að neita þessum stofunum um aukið fjármagn. Tugir sjúkinga deyji ótímabærum dauða árlega á meðan þau bíði eftir hjálp, segir hún að þau þoli enga bið.

Inga spurði á mótmælafundinum hvort það séu fordómar gagnvart fólki með fíknisjúkdóma sem valdi þessu. „Það er ekki náttúrulögmál að fólk deyi á biðlistum, heldur algjörlega í höndunum á stjórnvöldum.“

Inga sagði einnig í ræðu sinni að þrátt fyrir vonbrigðin muni Flokkur fólksins halda áfram baráttunni. „En ég veit ekki á hvaða vegferð þessi ríkisstjórn er, en hún er allavega ekki að stýra þjóðarskútunni til heilla fyrir samfélagið í heild.“

Allir þingmenn stjórnarflokkanna, sem greiddu atkvæði, greiddu gegn tillögunni en allir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem greiddu atkvæði, greiddu með henni. Fjórir þingmenn voru fjarverandi, þar af Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá voru tveir þingmenn með skráða fjarvist.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -