Grunur er um að mengaðar pillur séu komnar í umferð hér á landi, dulbúnar sem hreinar oxycontin-töflur.
Fyrirtækið Varlega.is, sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á vímuefnaprófum til mælingar á fíkniefnum, skrifaði færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem fólk er varað við „menguðum efnum“ sem séu líklegast komnar í umferð hér á landi.
„Varúð – Menguð efni í umferð❗❗ Okkur hafa borist ábendingar um að á miðlum eins og Telegram sé verið að vara við menguðum efnum.“ Svona hefst færslan en þar kemur fram að töflurnar líti út eins og Oxy-töflur en innihaldi í raun „eitthvað annað og hættulegra efni.“
Vonar Varlega.is að fólk fari sérstaklega varlega og innbyrði ekki efni án þess að kanna innihaldið.
View this post on Instagram