Þriðjudagur 21. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

MYNDBÖND – Gífurlegt eignatjón í Egilsstaðabruna – Íbúar beðnir að sofa með lokaða glugga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarmikill eldur kviknaði í þvottahúsi Vasks á Egilsstöðum um klukkan 16:20 síðdegis í dag. Slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar mættu fljótt á staðinn og fljótlega var ljóst að fólk væri ekki í hættu.

Mikinn reyk bar frá staðnum til norðurs og voru nágrannar fljótt beðnir um að loka gluggum og hvatt til að vera ekki á ferðinni í nágrenni brunans því það gæti hindrað störf viðbragðsaðila.

Lögreglan á Austurlandi biður fólk á Egilsstöðum um að hafa glugga lokaða bæði í kvöld í nótt til að tryggja að reykur berist ekki inn í hús eftir stórfelldan brunann. Slökkvilið er búið að ná tökum á brunanum.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu er nú unnið að því að slökkva í glæðum en gera megi ráð fyrir því að slökkvistarf haldi áfram fram á kvöld.

Rannsókn hefst á morgun á upptökum brunans en talið er að hann hafi byrjað í þvottahúsi húsnæðis Vasks. Vaskur er þvottahús, efnalaug og verslun sem selur hreinlætisvörur, skrifstofuvörur, hljóðfæri, víngerðarefni og fleira.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af hinum mikla bruna:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -