Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sigfús var vakandi þegar kviknaði í næstu íbúð: „Hún vildi stökkva fram af svölunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nágranni segir eldinn hafa breiðst út ansi hratt þegar kviknaði í íbúð við hliðinni á honum í Hafnarfirði í nótt.

Mannlíf ræddi við Sigfús Sigurjónsson en hann var vakandi þegar eldur kom upp í íbúð hjá ungu fólki í fjölbýlishúsi sem hann býr í í Hafnarfirði í nótt en hann er sá sem hringdi í slökkviliðið. „Ég var vakandi og heyrði einhver læti og fannst þau koma utan frá og kíkti út og sá þá gríðarlega mikinn reyk. Svo fór að heyrast glerbrestir og svoleiðis. Ég barði á hurðina hjá þeim en þau hafa ekkert heyrt því þau hafa öll verið komin út á svalir.“

Sigfús Sigurþórsson
Ljósmynd: Facebook

Aðspurður hvort þetta hafi staðið tæpt svaraði Sigfús því játandi. „Já, þetta var það, íbúðin er gjörbrunnin öll. Og á mjög stuttum tíma, það hefur verið byrjað að kvikna í rétt um tvö, eða fyrir það, það hefur verið búið að krauma heillengi.“

Sigfús segir að reyklyktin sé nú allsráðandi í fjölbýlishúsinu. „Já, þetta smitaði um allt.“ Þá segir hann að íbúum sé misbrugðið. „Jú, en fólk er svona missjokkerað, þetta er náttúrlega ekkert grín. En það sluppu allir við meiðsli og svona en það var ein stúlka að ég held flutt með sjúkrabíl en ég á ekki von á að það hafi verið eitthvað að, þetta hefur verið bara reykur. Ég heyrði í henni að hún vildi stökkva fram af svölunum en þetta er á þriðju hæð þannig að það hefði verið svolítið vont fyrir hana.“

Eldur frá Rafhlaupahjólum dreifist hratt

Mannlíf ræddi einnig við vaktstjóra Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og spurði hann út í brunann. Aðspurður út í orsakirnar, hleðsla á rafmagnshlaupahjóli, hvort aukning sé á slíkum brunum, svaraði hann því játandi. „Það virðist vera að gerast annað slagið. Og okkur finnst svona eins og það sé aukning í þessu einhver. Það hafa orðið nokkrir alvarlegir brunar af þessum völdum.“ Sagði varðstjórinn að eldar sem verða af völdum hleðslu á rafmagnshlaupahjólum, dreifist oft hratt. „Þetta dreifist mjög hratt nefnilega. Það byrjar bara sem smá reykur en svo á örskömmum tíma verður þetta mikill eldur.“

- Auglýsing -

En hvað er hægt að gera til að hlaða hjólin á öruggari máta?

„Bara með því að vera með rétta hleðslu,“ svaraði varðstjórinn og hélt áfram: „Rétt hleðslutæki og vera ekki með þetta lengur í hleðslu en þarf. Og vera með reykskynjara nálægt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -