Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Erna grætur hundana sína sex sem brunnu inni: „Ég lifi í martröð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Christiansen syrgir sex saklausar sálir sem hún missti í eldsvoða á heimili sínu gær. Um er að ræða hundana hennar sem brunnu inni í Kórahverfinu en slökkviliði tókst að bjarga fjórum öðrum hundum í hennar eigu.

Þessir fallegu hundar brunnu allir inni. Erna heyrði í þeim skælandi inni í brennandi húsinu.

Um missinn ritar Erna hjartnæma færslu á Facebook og fer einnig með minningarorð um hundana í hópnum Hundasamfélagið á samfélagsmiðlinum.

Húsið er illa skemmt eftir brunann eins og myndir Ernu sýna.

„Í dag er ógleymanlegur dagur. Í dag er dagur sem EINGINN ætti að upplifa. í dag misstum við bestu vini okkar, sálugélaga. Í dag brann húsið okkar & allar okkar minningar. Í dag misstum við sex saklausar sálir.

Ljóst er að bruninn var Ernu mikið áfall

Ég lifi í martröð þessu verður aldrei gleymt, ég trúi þessu ekki. Að ég hafi Staðið bjargarlaus fyrir utan húsið mitt heyrandi þau skæla & berjast fyrir lífi sínu, hélt ég hefði misst þær allar. Fjórir hundar höfðu það af & langt bataferli framundan. talað er það hafi verið algör heppni að einhver hafi komist lifandi þaðan ut 🙏🏻 Slökvuliðið & dýraspitalinn í viðidal eiga allt mitt þakklæti skilið fyrir að hafa getað bjargað stelpunum mínum fjórum 💔❤️

Mamma mun alltaf elska ykkur elsku fallegu fallegu stelpur 😭,“ segir Erna. 

Erna missti því bæði heimili sitt og hsex hunda í brunanum. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur í hennar nafni þar sem þú getur hjálpað Ernu á erfiðum tíma:
Kennitala: 250898-2829
Reikningsnúmer:  0545-14-003866

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -