Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Jóhannes og Sif þakklát að sleppa lifandi úr Fagrahjallabruna: „Guði sé lof að enginn slasaðist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Jóhannes og Sif í Fagrahjalla í Kópavogi eru því ótrúlega fegin að hafa sloppið með naumindum frá elsvoða þegar heimili þeirra brann í fyrrinótt. Svo virðist sem læti í heimiliskettinum hafi bjargað lífi þeirra.

Það var um þrjúleitið að nóttu sem hjónin áttuðu sig á því að heimili þeirra var byrjað að brenna. Þegar þau vöknuðu stóð garðskúr, skjólveggir og heitur pottur þeirra í ljósum logum. Jóhannes fjallar um atburðinn í færslu sinni á Facebook og þar segir hann að enn sé verið að rannsaka hvað olli brunanum. Hann segir fyrir öllu að enginn slasaðir, því allt hitt megi laga.

Slökkviliðsmenn tjáðu hjónunum að afar litlu mátti muna.

„Jæja enn heldur þetta ár 2020 áfram að koma á óvart. Það var ansi óþægilegt að vakna uppúr þrjú í nótt og sjá að heiti potturinn, garðskúr og skjólveggir voru í björtu báli. Það ber að þakka slökkviliðinu í Hafnarfirði sem voru fyrstir á staðinn að ekki fór verr og húsið slapp svo til óskemt að innan. Flest sem var á pallinum brann, 10 rúður brotnuðu, 1 gluggi, þakkantur og rennur farið en ótrúlegt að ekkert sót komst inn en það munaði bara örfáum mínútum sagði slökviliðsmaður að eldurinn kæmist inn, segir Jóhannes.

Hjónin vöknuðu við læti í heimiliskettinum telja ljóst að þau séu hreinlega heppin að vera á lífi því slökkviliðsmenn hafi tjáð þeim að aðeins hafi munað nokkrum mínútum að húsið yrði alelda. „Við erum því mjög heppin að ekki fór verr og berum okkur vel. Þetta fór eins vel og það gat farið miðað við hvernig það leit út. Því miður brotnuðu nokkrar rúður í húsi nágranna okkar í hitanum. Eldsupptök eru ókunn. Bestu þakkir til allra nágranna okkar fyrir aðstoð og hugulsemina í nótt,“ segir Jóhannes í færslu sinni.

Fjölmargir hafa sent hjónunum hlýjar kveðjur á Facebook og allir þakka þeir fyrir að hjónin hafi sloppið frá eldinum. Margrét Össurardóttir er ein þeirra. „OMG!!!!! Vá, þið hafið verndarengla yfir ykkur <3 Guði sé lof að enginn slasaðist og það skemmdist ekki meir!! knús til ykkar,“ segir Margrét.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -