Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ofurkonan Lara: „Ég á í stórri skuld við Ísland því landið bjargaði lífi mínu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin ítalska Lara De Stefano heillaðist af landi og þjóð er hún stundaði nám á Íslandi á yngri árum. Fyrir nokkrum árum ákvað hún að flytja til landsins en tímasetningin gat vart verið verri. Það var rétt þegar Covid-faraldurinn dreifðist yfir heimsbyggðina og setti allt í lás. Á sama tíma uppgötvaði hún krabbamein í brjósti.

Ísland bjargaði lífi hennar

Lara De Stefano, 33 ára einstæð kona, skrifaði færslu á Facebook þar sem hún birti mynd af sér á sjúkrabeði og skrifar við hana þakkarræðu. Þakkirnar fær Ísland og heilbrigðisstarfsfólk. Færsluna má lesa hér að neðan í íslenskri þýðingu.

„Ég á í stórri skuld við Ísland því landið bjargaði lífi mínu. Ég mun aldrei hætta að segja það. Ég hef verið að berjast við krabbamein síðustu tvö ár vegna erfðastökkbreytingar sem kallast palb2 sem gerir það að verkum að líkurnar á því að fá brjósta- og briskrabbamein aukast gríðarlega. Ég er ekki íslensk en þetta land hefur séð um líf mitt og séð um mig. Ég endurtek; ég á í stórri skuld við Ísland og Íslendinga vegna þessa. Ég verð að þakka læknunum, hjúkrunarfræðingunum og öllu starfsfólki Landsspítalans við Hringbraut. Þetta var erfitt ár því andlega hliðin mín var einnig afar veik en vinnan, háskólanámið og mörg frábær verkefni sem ég hef tekið þátt í, gaf mér frábæran vilja til að lifa og vera alltaf með bros á vör. Takk Ísland!“

Lara De Stefano á sjúkrabeðinu.
Ljósmynd: Facebook

Slæm tímasetning

Mannlíf tók viðtal við Löru þar sem hún lá á sjúkrabeðinu og jafnaði sig eftir brjóstnámsaðgerð.

- Auglýsing -

„Ég vil endilega fá að bæta Ljósinu við þakkalistann og brjóstastöð Landspítalans,“ sagði Lara í upphafi viðtalsins og hélt svo áfram. „Saga mín er í raun alveg órúleg því ég er ein á Íslandi og þrátt fyrir lyfja- og geislameðferð og þrjár aðgerðir, hefur mér tekist að halda nægri orku til að opna fyrirtæki mitt. Ég held að þetta séu frábær skilaboð til kvenna sem óttast krabbamein og hætta í vinnunni.“

„Ég er ítölsk og kem frá Como-borg. Ég flutti til Íslands en ég stundaði nám við Háskóla Íslands þegar ég var yngri og ég hreyfst svo af landinu og menningunni,“ sagði Lara en hún er með BA-gráðu frá Ítalíu í lögfræði en einnig lærði hún menningarmiðlun. Á Ítalíu rak hún bílaleigu og tískuvöruverslun í fjöldi ára.

„Ég ákvað á ákveðnum tímapunkti að selja fyrirtækið og ferðast um heiminn í tvö ár. Fór til Kína, Ameríku, Ísrael og Jórdaníu. Og svo reyndi ég að lifa af veturinn á Íslandi árið 2918. Þegar ég kláraði heimsreisuna ákvað ég að flytja á nýjar slóðir og Ísland varð fyrir valinu. Ég flutti hingað í febrúar árið 2020. Því miður kom Covid líka.“

- Auglýsing -

En Covid var ekki einu slæmu fréttirnar.

„En á sama tíma uppgötvaði ég eitthvað í líkamanum mínum, krabbamein.“

Í fyrstu ætlaði Lara að fara til Mílanó á Ítalíu í krabbameinsmeðferð en læknarnir töldu það glapræði. „Læknarnir mínir sögðu að ég myndi taka stóra áhættu með að fara þangað því sumar deildirnar á sjúkrahúsinu í Mílanó höfðu þá þegar verið lokaðar vegna Covid,“ sagði Lara en Covid-faraldurinn fór ansi illa með Ítalíu í upphafi hans.

Þannig að Lara ákvað að byrja meðferð hér á landi. „Ég var mjög hrædd því ég talaði ekki tungumálið og þekkti ekki heilbrigðiskerfið á Íslandi. En ég ákvað að fara í aðgerðirnar og meðferðirnar til að bjarga lífi mínu. Ég fór í tvær aðgerðir á brjóstum og eftir að það uppgötvaðist að ég væri með palb2 erfðastökkbreytingar í mér sem fylgdi hærri líkur á brjósta- og briskrabbameini. Þá fór ég í lyfja- og geislameðferð 2020 til 2021. Ég fór einnig í hormónameðferð til að forðast þunglyndi vegna meðferðanna.“

Ekkert eirðarleysi

En þrátt fyrir veikindin ákvað Lara að vera ekki eirðarlaus. „Ég ákvað að byrja í mastersnámi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Svo ég skilji betur íslenska markaðinn og menninguna. Ég stofnaði fyrirtæki sem flytur inn rafmagns og hybrit-bíla. Ég sel bæði bíla til bílasala en einnig beint til viðskiptavina. Ég flyt aðeins bíla frá Ítalíu því við treystum hvoru öðru.“

Þá segir Lara að Ísland stefni á mjög mikilvæg markmið um orkuskiptin sem þurfa að verða að veruleika fyrir árið 2040. „Ég held að Ísland geti verið fyrirmynd annarra þjóða í Evrópu hvað varðar orkuskiptin og þá sérstaklega hvað varðar rafmagnsbíla. Á Ítalíu gengur rafmagnsbílamarkaðurinn ekki því að rafmagnið er svo dýrt þar og vegna þess hversu erfitt er að hlaða bílana. Þetta hefur hvatt mig til þess að flytja inn slíka bíla til Íslands. Ég elska að hjálpa fyrirtækjum á Íslandi að stækka. Ég er að skrifa ritgerð um orkuskiptin á Íslandi en því miður er það svolítið erfitt vegna heilsunnar.“

Lara fékk nýverið viðurkenningu frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta vegna verkefnis sem hún tók þátt í með fyrirtækinu Sea Saver ehf. „Síðasta sumar tók ég þátt í verkefni með Sea Saver ehf þar sem smíðuð var frumgerð að tæki til að bjarga fólki úr sjó. Ég vann með frábæru liði sem samanstóð af nemendum frá hinum ýmsum deildum Háskóla Reykjavíkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég vann með Íslendingum og það hjálpaði mér mjög mikið að skilja hvernig frumkvöðlar á Íslandi hugsa hlutina en það er allt öðruvísi en í ítalskri menningu. Í þessu verkefni tókst mér að sameina þarfir Ítalíu, þar sem ég fékk tækifæri til að ræða við yfirmenn í Ítalska sjóhernum, og Íslands en ég tel það afar mikilvægt að byggja upp sterka rannsóknar- og frumkvöðlatengingar á milli landa. Sea Saver ehf var á meðal sex í úrslitum keppninnar og ég er mjög ánægð með það því verkefnið hefur gríðarlega möguleika.“

Lara og forsetinn
Ljósmynd: Facebook

En þetta er ekki eina frumkvöðlakeppnin sem Lara hefur tekið þátt í í miðjum veikindunum. „Ég mætti nýlega á Gulleggið-keppnina og það var mjög áhugaverður viðburður. Ég ætla að búa til sprotafyrirtæki sem myndi auðvelda orkuskipti með rafknúnum ökutækjum. Ég fékk fullt af jákvæðum endursvörum frá dómurunum og það er mér hvatning til að halda áfram með hugmynd mína með íslenska liðinu mínu, eftir aðgerðina.“

Mannlíf óskar þessari ítölsku ofurkonu alls hins besta í framtíðinni og skjótum bata.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -