Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Ögurstund Julian Assange í London: „Framtíð blaðamennsku í heiminum kann að vera í húfi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðasta áfrýjun Julian Assange er tekin fyrir í dag og á morgun í Roayl Court of Justice dómsalnum í London. Kristinn Hrafnsson segir nú komið að ögurstund fyrir Assange.

Ritstjóri Wikileaks og vinur Julian Assange, Kristinn Hrafnsson, er nú staddur í London þar sem síðasta áfrýjun hins fallna ritstjóra, Julian Assange, er tekin fyrir en hann freistast til þess að koma í veg fyrir framsal sitt til Bandaríkjanna, þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm fyrir brot á njósnalöggjöf en eins og heimurinn veit, birti Wikileaks viðkvæmar upplýsingar og myndbönd sem sýndu ólöglega starfsemi bandaríska hersins í Íraksstríðinu. Kristinn segir að framtíð blaðamennsku í heiminum kunni að vera í húfi og að hann sé ekki bjartsýnn. Færsluna má lesa hér fyrir neðan:

„Sit í fornum réttarsal í Royal Court of Justice við Strand í London þar sem fyrri dagur er að hefjast í málflutningi sem kann að marka ögurstund fyrir Julian Assange. Tekin er fyrir beiðni hans um að fá að áfrýja úrskurði um framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans dauði í einangrunarklefa. Sakirnar eru að stunda blaðamennsku.

Margmenni er fyrir utan dómhúsið. Þar er fólkið sem skilur að framtíð blaðamennsku í heiminum kann að vera í húfi.
Ég er ekki bjartsýnn. Hef séð of marga bresti í bresku réttarkerfi.“

Færslan hefur vakið athygli á Facebook og hafa margir tjáð sig um málið, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir og Illugi Jökulsson.

Helga varla sagði: „Þetta er hryllilegt og gerist fyrir okkar augum í beinni útsendingu. Svo leyfa leiðtogar þessara ríkja, US og UK sér að tala um tjáningar- og skoðanafrelsi, tala um skandalinn varðandi andlát annars pólitísks fanga, Navalny, sem var hreint ekki síður hræðilegt, en þeir geta tekið ákvörðun um að stöðva þetta pólitíska hægfara morð sem verið er að fremja á blaðamanninum Assange.“

Illugi tjáði sig líka: „Frisk mod. Það er skammarlegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi ekki tekið skýra og skilmerkilega afstöðu til stuðnings Assange. Það átti að bjóða honum landvist af einhverju tagi fyrir löngu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -