Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Ótímabært að lýsa yfir goslokum: „Mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gosvirkni í gosstöðvunum á Reykjanesi er ekki lengur sýnileg samkvæmt Veðurstofu Íslands. Vísindamenn Veðurstofunnar flugu yfir gíginn í morgun en það virðist vera slokknað í honum. Þó er enn glóð sjáanleg í hraunbreiðu.

„Þetta staðfestist einnig af starfsmanni Eflu sem er á Sýlingarfelli. Virknin virðist hafa dottið niður seint í nótt eða mjög snemma í morgun. Þó er enn mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum og því ótímabært að lýsa yfir goslokum,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Gosið hófst 18. desember í Sundhnúksgígaröðinni og hefur haft mikil áhrif á íbúa Grindavíkur en ljóst er þeir munu ekki fá að halda jól í bænum. Þá var tilkynnt í gær að húsnæðisstyrkur sem Grindvíkingur hefur verið veittur verður framlengdur yfir veturinn. Þá sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, að slíkur stuðningur væri mjög mikilvægur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -