Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.9 C
Reykjavik

Rannsókn á líkamsárás á gest Samtakanna 78 ekkert miðað áfram: „Það liggur enginn undir grun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn á líkamsárás sem gerð var á september í fyrra, gengur illa.

Greint var frá því í september að ráðist hafi verið á ráðstefnugest á vegum Samtakanna 78 og hafi ráðstefnugesturinn verið kýldur í andlitið með þeim afleiðingum að tennur í honum brotnuðu og þurfti að flytja viðkomandi á sjúkrahús. 

„Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, í viðtali við Vísi um málið þegar það kom upp. Í október sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að engar handtökur hafi verið gerðar og ekki væri neinn grunaður um árásina.

Mannlíf hafði samband við Grím til að spyrja hver staðan væri á þessari rannsókn í dag. „Það er sama staða hvað þessa rannsókn varðar. Það liggur enginn undir grun varðandi árásina og henni hefur því miður ekki miðað áfram síðustu mánuði,“ sagði Grímur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -