Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Rebekka Guðleifsdóttir: „Hvenær gera Íslendingar alvöru uppreisn gegn þessu andskotans rugli?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn Rebekka Guðleifsdóttir skrifaði gríðarlega vinsæla færslu á Facebook í gær en henni hefur verið deilt yfir 1100 sinnum. Í færslunni gagnrýnir hún Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra „og allt hitt ríka og fína siðblinda fólkið“ sem kemur sér í valdastöður á Íslandi.

Færslan er löng og harðorð og endurspeglar sístækkandi óánægju í samfélaginu vegna efnahagsástandsins á Íslandi en Seðlabankastjóri ákveð enn og aftur að hækka stýrivexti bankans. Óánægjuna má helst mæla á færslum á samfélagsmiðlum sem og í mótmælum sem haldin hafa verið á Austurvelli undanfarna laugardaga.

„Ísland er á eintómum villigötum, gott fólk. Það eru flestir sem raunverulegt vald hafa á þessari pínulitlu eyju, að gera allt vitlaust, og komast upp með það. Hvenær gera Íslendingar alvöru uppreisn gegn þessu andskotans rugli. Þetta stefnir í óíbúðarhæft land. Með þessu áframhaldi verður bara ríkt fólk hérna í einhverjum ljótum glerhýsum, og turistar að ráfa um í rokinu að leita sér að kaffibolla á 5000 kall, og batteríið rekið afram eingöngu af innfluttu vinnuafli sem telur sig vera að koma sér á betri stað í lífinu, en er þrælað út og litið niður á það i ofanálag,“ segir Rebekka meðal annars í færslunni. Þar er henni einnig tíðrætt um siðblint fólk í valdastöðum sem „kann ekki að skammast sín.“

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:

„Nú velti ég dálitlu fyrir mer. Ég, líkt og margir aðrir, hef löngum þjáðst af svokölluðum „imposter syndrome“. Á mörgum sviðum. Finnst ég ekki nógu flink að prjóna (þó svo peysur minar hafi vakið gríðarlega mikla athygli og selst útum allan heim) Var að drepast úr kvíða i hvert sinn sem mér var falið að mynda brúðkaup, þegar ég var enn að vinna við slíkt, þrátt fyrir að hafa aldrei klúðrað myndatöku að neinu almennilegu ráði. Er í augnablikinu með hálfkláraða teikningu sem beðið er eftir, og efast um getu mina til að klára hana, þrátt fyrir að hafa teiknað síðan ég man eftir mér og alltaf fengið mikið og einlægt hrós fyrir. Alltaf efast ég þó.

Gæinn á myndinni hinsvegar, með óaðfinnanlega skeggið sitt, í rándýru jakkafötunum sínum og með hrokafullt blik í augum. Hann er alveg örugglega ekki með imposter syndrome. Ekkert frekar en allt hitt ríka fína siðblinda fólkið sem treður sér i valdastöður, og fær að sitja þar eins lengi og því þóknast. Þrátt fyrir að sannleikurinn sé augljós flestum: Yfirþyrmandi meirihluti ráðamanna hér á landi er að standa sig FÁRANLEGA ILLA í starfi sínu . Ef ég hefði einhvern tima klúðrað jafn feitt og sumt af þessu liði sem alltaf fær að vera áfram ríkt og flott og lifa í öðrum veruleika en meirihluti íslendinga, myndi ég skammast min svo mikið að ég eiginlega get ekki sett það í orð.
En siðblint folk kann því miður ekki að skammast sín.
Ísland er á eintómum villigötum, gott fólk. Það eru flestir sem raunverulegt vald hafa á þessari pínulitlu eyju, að gera allt vitlaust, og komast upp með það. Hvenær gera Íslendingar alvöru uppreisn gegn þessu andskotans rugli. Þetta stefnir í óíbúðarhæft land. Með þessu áframhaldi verður bara ríkt fólk hérna í einhverjum ljótum glerhýsum, og turistar að ráfa um í rokinu að leita sér að kaffibolla á 5000 kall, og batteríið rekið afram eingöngu af innfluttu vinnuafli sem telur sig vera að koma sér á betri stað í lífinu, en er þrælað út og litið niður á það i ofanálag.
Staðan í dag er svona: Börn fá ekki leikskólaplass. Unglingar eru komnir í hyldjupa lægð þunglyndis og vonleysis ólíkt því sem áður hefur þekkst, og ganga um með hnífa og berja hvort annað til skemmtunar. Fólk vinnur 2 vinnur en er að sligast úr fátækt, fast í leigumarkaðsgildru. Búið að rústa heilsugæslu kerfinu og heilbrigðiskerfinu almennt. Og enn eru örfaar hræður hérna að murka lífið úr langreyð, sem er í ÚTRÝMINGARHÆTTU, í óþökk flestra sem hér búa. Af því bara.
Ég mun aldrei skammast mín fyrir að vera íslendingur, enda ber ég enga ábyrgð a þessu glórulausa ástandi. En ég er orðin ansi sorgmædd yfir því hversu illa hefur verið farið með þetta undurfagra fámenna land okkar þar sem gæti verið svo gott að búa.
Ef siðblindu, gráðugu eiginhagsmunaseggirnir myndu bara drullast úr stýrishúsinu og leyfa skynsömu, heiðarlegu og traustu folki að taka við skipinu sem þeir hafa verið að keppast við að sigla í strand með öllum hrokanum sínum og frekjugangi.
En þeir munu aldrei víkja sjálfviljugir. Það er í valdi og verkahring okkar, kjósenda, að hætta að vera bullandi meðvirk eða áhugalaus um pólitík, hætta að dæsa „svona er þetta bara“ (því þetta VAR EKKI svona) og gefa skýr skilaboð um að þetta látum við ekki bjóða okkur lengur. Að þeir sem eiga minnst eiga altaf að skila meir og meir af því litla sem það fær, og í leið gefa afslátt af sjálfsögðum mannréttindum sínum, meðan ríkasta fólkið heldur afram að græða meiri pening en það veit hvað það á að gera við.
Það gerist ekki nema fólk hætti að kjósa – ítrekað – siðblint fólk sem gæti ekki verið meira sama um hinn almenna borgara.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -