Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Rifjar upp tengsl Íhaldsins við nasista: „Voru gerðir að heiðursfélögum í Sjálfstæðisflokknum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson setur málefni hælisleitenda á Íslandi í samhengi við Þýskaland nasismans.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson er staddur í þýsku höfuðborginni, Berlín og rifjar af því tilefni upp örlög Leifs Muller, sem ætlaði sér að flýja frá Noregi til Íslands, undan oki Nasista en var svikinn í hendur þeirra og sendur í útrýmingabúðirnar Sachsenhausen, sem Kristinn kallar „lokað búsetuúrræði“ í Facebook-færslu sinni og skýtur þar á fyrirætlanir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að koma hælisleitendum fyrir í flóttamannabúðir, sem myndu kallast „lokað búsetuúrræði.“

Kristinn ritaði: „Er í Berlín og hugsa til heimsókna minna til Sachsenhausen í jaðri borgarinnar en það var lokað búsetuúrræði sem nasistum hugkvæmdist. Þar átti Leifur Muller heimili árum saman og losnaði við mörg aukakílóin. Vistin var ýmsum býsna strembin og gékk af sumum dauðum. Leifur var vistaður í þessu lokaða búsetuúrræði þar sem upp komst í Noregi að hann hyggðist gerast flóttamaður og leita skjóls á Íslandi undan hertöku Þjóðverja. Líklegt þykir að Nasistinn Ólafur Pétursson hafi gert félögum sínum viðvart um þetta vanþakklæti Leifs.“

Því næst rifjar Kristinn upp viðkvæma sögu Sjálfstæðisflokksins á tímum Adolfs Hitlers.

„Þetta var skömmu eftir að íslenskir Nasistar, félagar Ólafs, voru gerðir að heiðursfélögum í Sjálfstæðisflokknum og sú skoðun nokkuð útbreidd meðal þeirra að öll gagnrýni á kanslarann með yfirskeggið væri stækur kommúnismi. Þeim þótti hann hafa sýnt afrek í uppbyggingu innviða m.a. með fjármagni sem tekið var frá vanþakklátum þjóðfélagshópum.“

Þá segir Kristinn að ekkert Eurovision hafi verið á þessum tíma en ólympíuleikarnir hafi verið haldnir í Berlín 1936 „þar sem glatt var á hjalla og fátt sem spillti gleðinni þó að sumum þætti heldur verra að Jesse Owens, fótfrár blökkumaður, næði að koma sér þar á verðlaunapall með gull um hálsinn,“ eins og Kristinn orðar það.

- Auglýsing -

Færsla ritstjórans lýkur með eftirfarandi orðum:

„Þetta sama sumar var lokaða búsetuúrræðið í Sachsenhausen vígt eftir að hafa verið reist af þeim mönnum sem síðar nutu kosta úrræðisins.

Þetta var fyrsta slíka úrræðið af mörgum sem opnuð voru næstu árin. Litlar líkur eru á að frumkvöðlarnir hafi náð að bregða sér á ólympíuleikana enda uppteknir við að koma sér þaki yfir höfuðið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -