Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Segja framgöngu Vöku vera „misbeitingu á valdi og vanvirðingu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Deilur eru á milli Vöku og Röskvu í stúdentapólitíkinni. Röskvuliðar stóðu upp og gengu af kjörfundi SHÍ í gær; eftir að Vaka tilkynnti að þau myndu taka forsæti í öllum fastanefndum félagsins; en nú fer Vaka með meirihluta í Stúdentaráði í fyrsta sinn í heil sjö ár.

Eða eins og segir í yfirlýsingu frá Röskvu vegna málsins:

„Röskva telur þessi vinnubrögð bæði ólýðræðisleg og ósanngjörn enda brjóta þau ekki einungis gegn lýðræðisvenju innan SHÍ heldur einnig verklagsreglum ráðsins sem samþykktar voru einróma af fulltrúum beggja hreyfinga á stúdentaráðsfundi í desember 2023.“

Segir einnig að „Röskva telur þessa framgöngu Vöku vera misbeitingu á valdi og vanvirðingu gagnvart störfum Stúdentaráðs. Hún gengur þvert gegn hagsmunum stúdenta og þeim sanngjörnu og lýðræðislegu vinnubrögðum sem Röskva hefur haft að leiðarljósi í forystu Stúdentaráðs.“

„Okkur þykir leitt að hefja starfsárið á svona ágreining en þykir verra ef þessi vinnubrögð endurspegla vinnu meirihlutans á komandi starfsári SHÍ. Við í Röskvu vonum að Vaka finni sóma sinn í að halda áfram því góða samstarfi milli fylkinga sem hefur verið við lýði á tímum Röskvu í meirihluta undanfarin ár og víki frá.“

 

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -