Mánudagur 6. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sérsveitin sinnti öryggisgæslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn: „Byggir á upplýsingum sem koma víða að“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilefni aukinnar öryggisgæslu í hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins var viðvera ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar til Mannlífs.

Morgunblaðið sagði frá því í gær að lögreglan hafi fylgt Sjálfstæðisflokknum í hringferð flokksins um landið en nú stendur kjördæmavika yfir. Ekki hefur lögreglan gert þetta síðustu ár, í hringferðum flokksins.

Mannlíf sendi fyrirspurn á ríkislögreglustjóraembættið, um ástæður þessa fyrirkomulags. Svar samskiptastjóra ríkislögreglustjóra var eftirhljóðandi:

„Tilefni aukinnar öryggisgæslu í hringferð þingflokksins var viðvera ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Ákvörðun ríkislögreglustjóra byggir á fyrirliggjandi upplýsingum sem koma víða að; af opnum miðlum, stjórnsýslu, lögreglu og einstaklingum. Út frá greiningu á þeim upplýsingum eru öryggisráðstafanir vegna öryggis ráðherra ríkisstjórnar Íslands ákveðnar.“

Í svari lögreglunnar kemur einnig fram að sérsveitin hafi í sumum tilfellum verið við öryggisgæslu í ferðinni. „Flokknum var ekki fylgt allan hringinn, á nokkrum viðkomustöðum ferðarinnar voru almennir lögreglumenn með aukna öryggisgæslu á fundarstað og í einhverjum tilvikum voru sérsveitarmenn við öryggisgæslu.“


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -