Laugardagur 15. júní, 2024
14.8 C
Reykjavik

Sjálfstæðisflokkurinn sver af sér bæjarstjóraefni: „Ég vona bara að þetta sé hárrétt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Orðrómur er um að í Reykjanesbæ að bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum sé enginn annar en Ásmundur Friðriksson þingmaður.

Ásmundur Friðriksson
Mynd: althingi.is

Ásmundur hafði lýst því yfir að hann myndi hætta á þingi yrði hann sveitarstjóri í Rangárþingi ytra en svo fór að Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrú var valinn til að leiða listann í komandi kosningum. Aðspurður hvort orðrómurinn um bæjarstjórastöðina í Reykjanesbæ, væri sannur sagðist Ásmundur vona það. „Veistu hvað, það eru alltaf svo skemmtilegir hlutir að gerast í kringum mig, ég bara vona að það sé eitthvað til í þessu. Því miður hefur enginn haft samband við mig en ég vona bara að þetta sé hárrétt,“ sagði Ásmundur glaður í bragði þegar Mannlíf spurði hann út í sögusagnirnar.

Mannlíf heyrði einnig í Guðbergi Reynissyni sem er í öðru sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og spurði hann út í orðróminn. „Já þetta er einhver saga sem er búinn að vera að fljúga og alls konar sögur. Til dæmis kom það upp að ég væri bæjarstjóraefnið einhvern tímann um daginn. Við erum bara stödd þar að það er ein vika eftir og eftir kosningar þá auðvitað sjáum við með hverjum vð ætlum í meirihlutasamstarf og þá munum við ákveða hvað við gerum í þessum bæjarstjóramálum. En það hefur ekkert verið ákveðið eða rætt innan okkar hóps að Ásmundur yrði bæjastjóraefni okkar. Það var einhver sem setti þetta á Facebook sko en nei, þetta hefur ekkert verið rætt, ekki í okkar hóp að minnsta kosti.“ Blaðamaður Mannlífs: „En þið útilokið ekki neitt?“ „Nei við útilokum ekki neitt, við erum bara í bullandi kosningabaráttu og ætlum bara að klára þessa viku,“ svaraði Guðbergur í lok símtalsins.

Guðbergur Reynisson
Ljósmynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Aðspurð um sama orðróm þvertók Margrét Sanders fyrir hann en hún skipar fyrsta sæti flokksins í Reykjanesbæ. Margrét hló þegar spurning kom upp. „Þetta er bara fyndið. Það var einhver Samfylkingamanneskja sem er ekki einu sinni í framboði sem setti þetta fram og sagði að við værum ekki að neita því. En við erum bara ekki að svara einhverri fullyrðingu frá manneskju sem er ekki einu sinni vinur okkar á Facebook sko. En sko, svarið er nei, við erum ekki með bæjastjóraefni, punktur. Þetta er ekki einu sinni diplómatískt svar, þetta er bara okkar svar. Við erum í bæjarstjórnarkosningum, ekki bæjarstjórakosningum. Við förum í samstarf við flokkana sem eru í framboði núna og bróðurparturinn af þeim hefur talað um núverandi bæjarstjóra og þetta verður bara rætt þegar við förum í meirihlutaviðræður.“

Margrét Sanders
Ljósmynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Þá vitum við það, sögusagnirnar reyndust á sandi reistar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -