Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Stefnir í harðan slag hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík: Ragnhildur hjólar í Hildi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Þannig mun Ragnhildur fara fram á móti Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa, en hún gaf kost á sér í oddvitasætið í desember.

Hildur hefur notið nokkurra vinsælda sem borgarstjóraefni þvert á flokka. Átök hafa þó kraumað í Sjálfstæðisflokknum undanfarið og skiptist hann í tvær fylkingar. Þetta sást hvað skýrast í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar en þar börðust þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarsson um fyrsta sætið í Reykjavík.

Prófkjörsslagur þeirra var afar spennandi og nokkuð harður en Guðlaugur Þór bar að endingu sigur úr býtum. Öldurnar hefur þó ekki lægt og fylkja flokksmenn sér ýmist að baki Guðlaugs Þórs eða Áslaugar Örnu og teygir sú ólga sig inn í borgarpólitíkina.

Hildur Björnsdóttir hefur almennt verið talin frambjóðandi þeirrar blokkar sem styður Áslaugu Örnu og formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson. Hermt er að hin blokkin, sú sem styður Guðlaug Þór, hafi leitað ljósum logum að frambjóðanda til þess að senda fram í borginni. Nú virðist sá frambjóðandi vera fundinn, en heimildir Mannlífs herma að Ragnhildur Alda standi sömu megin og Guðlaugur Þór. Eyþór Arnalds var áður sá frambjóðandi sem var talinn standa fyrir blokk Guðlaugs Þórs en hann dró sig út úr oddvitaslagnum í desember síðastliðnum.

Ragnhildur Alda er eins og áður sagði varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2018. Það ár skipaði hún ellefta sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Hún vermdi sömuleiðis sjöunda sæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust í Reykjavík suður.

- Auglýsing -

Í mars næstkomandi fer fram opið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -