Fimmtudagur 31. október, 2024
-0.3 C
Reykjavik

Þingmaður ósáttur með Creditinfo: „Er með einokun á markaði og sölu persónuupplýsinga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undir lok síðasta mánaðar tilkynnti fyrirtækið Creditinfo um nýtt lánshæfismat. Í því er notast við eldri gögn en áður hefur verið gert og hefur slíkt hlotið mikla gagnrýni, bæði meðal þingmanna og almennings. Lánshæfismat þetta er notað af helstu lánastofunum Íslands þegar fólk sækir um lán.

Neytendasamtökin hafa gagnrýnt Creditinfo fyrir þessa nýju aðgerð og segja að fólk hafi lent í vandræðum vegna þessara breytinga. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag fyrir honum líti þetta út fyrir að vera geðþóttaákvarðanir um mælikvarða.

„Fólk sem einhvern tímann var í vanskilum en hefur lengi staðið í skilum er skyndilega metið ótraustari lántakendur, ekki vegna breytinga á högum þess heldur vegna breytinga á verkferlum hjá einu fyrirtæki, fyrirtæki sem er með einokun á markaði og sölu persónuupplýsinga og að því er virðist geðþóttaákvarðanir um mælikvarða. Fjöldi fólks hefur misst lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum heldur vegna breytinga hjá Creditinfo,“ sagði Bjarni sem vill sjá stjórnvöld stíga inn í málið og hefja eftirlit á fyrirtækinu.

„Vart verður sagt að fyrirtækið hafi gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, hvorki veitt fólki upplýsingar um það fyrir fram né gefið kost á andmælum. Ég tek undir með Neytendasamtökunum sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Þau hafa lengi bent á að ekkert eftirlit sé með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því. Þessa ósvinna á ekki að líðast. Hér þarf að bregðast við,“ sagði Bjarni að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -