Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Þorsteinn Víglundsson hættir þingmennsku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku. Þessu segir hann frá á Facebook-síðu sinni. Hann segist hafa tekið ákvörðunina að vel íhuguðu máli og hefur samþykkt að taka að sér spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins. Hann mun hefja störf á nýjum vettvangi síðar í þessum mánuði.

„Síðdegis í gær tilkynnti ég Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis að ég hefði tekið ákvörðun um að segja af mér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi,“ skrifar hann meðal annars.

Þorsteinn hefur starfað í stjórnmálum undanfarin tæp fjögur ár. Hann segir þetta vera dýrmæta reynslu.

„Þótt átök einkenni gjarnan störf þingsins í opinberri umfjöllun er mér efst í huga á þessum tímamótum sú dýrmæta reynsla sem ég hef öðlast og góð samskipti og vinskapur við samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi,“ skrifar Þorsteinn.

Hann bætir við að hann sé stoltur af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Viðreisnar. „Viðreisn hefur þegar markað sér sess til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Ég fer frá borði fullviss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þöndum.“

Færslu Þorsteins má sjá hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -