Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Þráinn Steinsson á batavegi eftir skelfileg veikindi: „Gekk í gegnum algjört helvíti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útvarpsmaðurinn Þráinn Steinsson hefur gengið í gegnum mikil veikindi að undanförnu og framundan er erfið endurhæfing.

Það vakti athygli árið 2022 þegar Þránni Steinssyni var sagt upp hjá Bylgjunni, eftir 30 ára starf hjá miðlinum. Í færslu sem hann skrifaði á Facebook í fyrradag segir Þráinn að „mannauðslið“ hafi talið hann drukkinn í vinnunni og hann áhugalaus og latur. Sannleikurinn var hins vegar sá að hann var farinn að veikjast. Þráinn sagðist í samtali við Mannlíf, hafa fyrst orðið veikur í mars 2022 og þurft að gangast undir stóra aðgerð. Hann hafi svo farið of snemma af stað aftur.

„Jæja börnin góð, mig langar og langar ekki til að segja hvað á daga mína hefur drifið undanfarið,“ skrifaði Þráinn í færslu sem vakið hefur gríðarleg viðbrögð á Facebook. Og hann hélt áfram: „Ég er búinn að liggja á LSH í 8 vikur og oft óbærilega kvalinn vegna líffæra sem fóru í fýlu. Ég sá ofsjónir, var með ofskynjanir, missti allt víddarskyn sem olli að ég hitti ekki á borð, hitti ekki á munninn með vatninu gat ekki lyft útlimum osfrv. Fór í skurðaðgerð sem þurfti að gera aftur og kviðurinn þaninn af vökva og blóði sem tími mun fara í að losna við.“

Þráinn sagðist hafa liðið það illa að hann hafi frekað vilja deyja en sé nú á hægum batavegi. „Gekk í gegnum algjört helvíti og vildi deyja frekar en að líða svona. Ég er að skána mjög hægt undir handleiðslu frábærs starfsfólks á deild 12E sem ég mun dvelja hjá enn um sinn.“

Því næst segir Þráinn frá upphafi veikinda sinna en fyrsta alvarlega tilfellið varð í þætti hans, Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar. „Þetta byrjaði allt fyrir löngu siðan en fyrsta alvarlega tilfellið í okt 2022 í þættinum hjá okkur Heimi og Gulla. Það var ályktað að ég væri bara drukkinn í vinnu af mannauðsliði, ég hafði gengið þyngslalega um og yfirmaður þáverandi túlkaði það þannig að ég væri latur og áhugalaus og tími kominn til að huga að starfslokum. Þannig var stuðningurinn þar, hent út á Guð og gaddinn.“

Þráinn segir að áfallið hafi verið mikið og að það hafi ýtt undir veikindin. „Það var mikið áfall að vera sagt upp eftir 30 ár og ýtti undir það sem koma skyldi. Mig langaði bara að fræða þá vini mína sem gætu hafa velt fyrir sér hvar ég væri eiginlega. Farið vel með ykkur, heilsan er ekki sjálfgefin. Verst að fá ekki nærveru Eyþóru og dætranna jafnmikið eins og vanalega. Það er erfiður tími framundan og löng og ströng endurhæfing, en við róum þetta á æðruleysinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -