Þriðjudagur 10. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Menn vöknuðu þegar ormar skriðu upp úr þeim: „Ég var alveg að drepast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkur dæmi eru um að hringormar hafi komist í fólk og valdið usla í meltingarvegi. Elías Svavar Kristinsson, sjómaður frá Dröngum, rifjar upp slíkt tilvik í hlaðvarpinu Sjóaranum þar sem félagi hans veiktist illa eftir að hafa fengið í sig lifandi hringorm. Þetta gerðist við loðnuveiðar og menn voru gjarnan að gæða sér á hráum loðnuhrognum. Þá smitaðist einn af óværunni.

„Reyndar held ég að ég hafi smitast líka. Ég var alveg að drepast lengi. Við vorum að éta hrogn; sprautuðum þeim ofan í glas. Tókum hrá hrogn og sumir settu kanel út á og átum þetta. Ég fékk mikla kviðverki sem ég fékk aldrei skýringu á. Og ég er alveg viss um að ég hafi líka fengið þetta. Svo fatta þessir ormar að þeir eiga ekki heima þarna og skríða annaðhvort niður úr manni eða upp úr. Það er annað hvort.“

Og ég er alveg viss um að ég hafi líka fengið þetta

Það hlýtur að vera svakalegt að fá þetta upp úr sér.

„Já, menn hafa vaknað við þetta. Þetta er alþekkt,“ segir Elías og segir að tilfellum hafi fjölgað um helming frá því að fólk byrjaði að borða sushi.

HÉR má sjá og heyra viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -