Mánudagur 9. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Trúbadorinn sem Pinochet lét myrða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn frægasti tónlistarmaður sem Chile hefur alið, Victor Jara, fékk að þola einhvern þann ömurlegasta dauðdaga sem hægt er að hugsa sér. Fyrst voru mölvaðir á honum fingurnir, hann látinn hafa gítar og hlæjandi lögreglumenn sögðu honum að syngja nú og spila. Sagt er að þrátt fyrir þjáningarnar hafi hann sungið að hætti vinstrimanna „Venceremos“ eða „Við munum vinna.“

Victor Jara

Það var þó ekkert útlit fyrir það á þessari stundu en Augusto Pinochet hafði gert valdarán í Chile og Salvador Allende, fráfarandi forseti, hafði fallið fyrir eigin hendi í forsetahöllinni í Santiago áður en herinn náði henni á sitt vald. Og nú vitum við að Pinochet var við völd, frá þessum hræðilegu dögum árið 1973, til ársins 1990 þegar hann flúði í friðhelgina sem Margrét Thacher hélt honum í Bretlandi. Þegar þetta nýja yfirvald var búið að yfirheyra Victors og skemmta sér með þjáningar hans tók hershöfðinginn José Adolfo Paredes Márquez málin í sínar hendur og lék rússneska rúllettu á söngvaskáldinu. Það er að segja, setti eina kúli í hylkið, lagði byssuhlaupið við gagnauga Victors og tók svo nokkrum sinnum í gikkinn uns kúlan hljóp loksins af.

Þó yfirvöld í Chile hafi tekið af lífi um fjögur þúsund manns í valdatíð Pinochets telja sumir að hann hafi verið góður forseti og kalla hann frelsara landsins þar sem efnahagurinn komst í gott lag í valdatíð hans. Spænski lögmaðurinn Baltazar Garzón reyndi hinsvegar ítrekað að fá hann framseldan og fann smugu í alþjóðlegum lögum sem gætu heimilað að láta rétta yfir honum en honum varð ekki kápan úr klæðinu svo Pinochet dó frjáls maður árið 2006. Böðullinn José Adolfo Paredes Márquez komst þó ekki undan en það var ekki fyrr en 2009 að hann var dæmdur fyrir ódæði sitt. Við rannsókn málsins var lík söngvaskáldsins grafið upp.

Í valdaráninu árið 1973 breytti einræðisstjórnin íþróttaleikvangi í fangelsi þar sem þeir yfirheyrðu, pyntuðu og myrtu andstæðinga sína. Það var þar sem Victor Jara var tekinn af lífi. En nú eru aðrir tímar í Chile, til allrar hamingju, og í dag ber þessi íþróttaleikvangur nafn hans.

Í þættinum Rúntað á Rucio fer Jón Sigurður Eyjólfsson yfir þessa atburðarás og fylgir söngvaskáldinu Victori Jara og forsetanum Salvador Allende í rauðan dauðan en einnig kemur Julian Assange við sögu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -