Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Gunnari var sagt að pabbi hans hafi yfirgefið hann: „Ég geng ennþá með þá höfnunartilfinningu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Hrafn Jónsson segir samband sitt við Jóhönnu Sigurðardóttur, eiginkonu móður hans, ekki vera til staðar. Segir hann þær hafa sagt sér ósatt um ástæðu þess að faðir hans fór af heimilinu er hann var krakki.

„Nei, ég get nú ekki sagt að ég hafi lært nokkuð af henni. Hvorki klækjastjórnmál né nokkuð annað,“ sagði Gunnar Hrafn þegar Reynir Traustason spurði hann hvort Jóhanna Sigurðardóttir hafi ekki getað kennt honum eitthvað í pólitíkinni en hann var um tíma þingmaður Pírata.

Samband hans við Jóhönnu hefur alltaf verið stirrt. „Það var alltaf allt svo viðkvæmt því það var logið svo mikið að mér varðandi þeirra samband,“ sagði Gunnar Hrafn og átti þá við samband Jóhönnu og móður hans, Jónínu Leósdóttur rithöfund. „Ég fékk ekkert að vita en ég var mjög ungur þegar það byrjaði. En svo þegar ég fékk að vita, þá var búin til lygasaga, til þess að milda höggið. Um það að pabbi hafi í raun farið frá mér. Hann hafi viljað fara til útlanda og búa erlendis. Sem særði mig alveg rosalega og ég geng ennþá með þá höfnunartilfinningu. Og eftir það hafi mamma kynnst Jóhönnu. En svo kemur fram í bókinni sem hún gefur út, Jóhanna og Jónína, að þær voru að halda framhjá í töluverðan tíma áður en pabbi vissi af því. En síðan skilur mamma við pabba og í raun og veru rekur hann að heiman. Og ég fékk ekkert að vita það fyrr en ég er kominn á þrítugs eða fertugsaldurinn, að pabbi minn hafi ekki farið frá mér. Það hefði gjörbreytt okkar sambandi í æsku, okkar pabba. Og okkar Jóhönnu, ekki að það hafi verið gott, það hefði verið ennþá verra, ef ég hefði vitað þetta.“

Aðspurður hvort það sé lítið samband á milli hans og Jóhönnu svarar Gunnar: „Það er ekkert samband. Ég ræði ekki við hana. Ég veit ýmislegt upp á hana sem ég er búinn að segja að ég muni ekki uppljóstra fyrr en hún er fallin frá. En ég mun skrifa ævisögu þar sem ég mun segja mína hlið og hlið margra annarra sem hafa dílað við hana. Ég vil ekki nota orð eins og mútur en hún hefur mikið stuðningslið í kringum sig af því að hún hefur hjálpað fólki í krafti embættis síns, meðal annars mér. Hún fékk vinnu fyrir mig sem blaðamaður með einu símtali þegar hún var þingmaður eða ráðherra.“ Reynir spurði Gunnar hvaða miðill hafi ráðið hann svarar hann: „Geturðu giskað hvern hún hringdi í? Það var Styrmir Gunnarsson. Hann sagði að það væri af því að afabróðir minn var Magnús af Mel. Það var afsökun hans fyrir því að ráða mig, ungan og óreyndan blaðamann inn og hann leyfði mér að skrifa um hvað sem er. Ég sagði honum að ég vildi skrifa um Ísrael og Palestínu af því að ég var nýbúinn að vera þar og hann segir mér endilega að gera það. Og ég skrifa grein alveg þvert á ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins um Ísrael og Palestínu. Og hún var birt í heild sinni.“

Telur Gunnar Hrafn Jóhönnu aðeins hafa reddað honum vinnunni af greiðasemi við móður hans. „Ég hef aldrei skilið þeirra samband, satt að segja. Öll mín æska …, þær hafa byrjað saman og hætt saman, og ég er ekki að ýkja, svona 30 til 40 sinnum. Og í hvert einasta skipti varð uppnám á heimilinu. Ég var svolítið markeraður af því sko, verður mamma hágrátandi upp í rúmi næstu tvo daga. Er Jóhanna góð við hana eða er Jóhanna búin að detta í það?“ Sagði hann ennfremur að Jóhanna hafi ekki þorað út úr skápnum því hún hafi verið svo hrædd við Jón Baldvin Hannibalsson, samflokksmanns hennar. „Jón Baldvin var búinn að segja henni að hann vissi af þessu og hann ætlaði að eyðileggja hana. “

Í nýjasta viðtali Mannlífsins lætur Gunnar Hrafn Jónsson allt flakka í einlægu spjalli um samskipti hans við hryðjuverkamenn, stirrt samband hans við stjúpmóður sína, Jóhönnu Sigurðardóttur, tíma hans með Pírötum og sitthvað fleira. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -