Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Varaformaður Blaðamannafélagsins um uppnámið: „Það er góður siður að svara fjölmiðlum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalsteinn Kjartansson, varaformaður Blaðamannafélags Íslands, segir trúnaðarbrest vera ástæðuna fyrir því að framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmari Jónssyni hafi verið sagt upp. Segir hann ýmislegt hafa gengið á undanfarnar vikur og mánuði.

Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hjálmari Jónssyni sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands (BÍ) eftir að upp kom ágreiningur milli hans og Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns félagsins. Mannlíf heyrði í Aðalsteini Kjartanssyni, varaformanni BÍ og ræddi við hann um ástandið innan félagsins.

Sjá einnig: Skattamál Sigríðar Daggar draga dilk á eftir sér: „Ég er lyklalaus í fyrsta sinn í 22 ár“

Aðspurður hvort hann sé hlynntur þeirri ákvörðun að segja Hjálmari Jónssyni upp sem framkvæmdastjóra BÍ, segir Aðalsteinn niðurstaðan sé „leiðinleg“ en ályktun stjórnarinnar hafi verið einróma.

„Það var bara einróma ályktun stjórnarinnar að það væri ekki hægt að leysa þann trúnaðarbrest sem varð á milli stjórnar og framkvæmdastjórans. Mér þykir þetta ótrúlega leiðinleg niðurstaða.“

En hver var trúnaðarbresturinn?

- Auglýsing -

„Það er ýmislegt sem gengið hefur á undanfarnar vikur og mánuði í starfsemi þessa félags. En daglegur rekstur þess hefur sem betur fer gengið snuðrulaust fyrir sig, sem er auðvitað atriði númer eitt, tvö og þrjú. En stjórnin hefur ekki getað þokað neinu áfram og það er aðalega vegna tíðra vantraustsyfirlýsinga fráfarandi framkvæmdastjóra á stjórn félagsins. Hann hefur ekki viljað sættast á þá niðurstöðu stjórnarinnar sem lá fyrir strax síðasta sumar, um að ásakanir um skattalegt misferli formannsins væru ekki þess eðlis að við ætluðum að lýsa yfir algjöru vantrausti á öllum hennar störfum. Og það er ekkert formlegt ferli innan Blaðamannafélagsins fyrir einhverjar vantraustsyfirlýsingar. Það er bara aðalfundur félagsins sem getur veitt stjórn og formanni umboð.“

Mannlíf spurði Aðalstein út í fundagerðir félagsins en þær hafa ekki verið birtar á Mínum síðum á heimasíðu Blaðamannafélagsins síðan í apríl í fyrra. Hvernig stendur á því?

„Mér var bara bent á það í gær en ég veit ekki af hverju það er, en það hefur engin ákvörðun verið tekin um að birta þær ekki.“

- Auglýsing -

Eins og margoft hefur komið fram í fréttum Mannlífs hefur Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, ekki svarað spurningum fjölmiðilsins um ásakanir á hendur henni um skattalagabrot. Mannlíf spurði Aðalstein hvað honum fyndist um svaraleysi formannsins.

„Persónuleg mál formannsins verða bara að vera persónuleg mál formannsins. Það er góður siður að svara fjölmiðlum en ég sem betur fer ekki, í þeirri stöðu að segja Sigríði Dögg hvað hún eigi að gera og hvað ekki. Og ég get ekki verið til svara af hverju hún segir ekki eitthvað um sín persónulegu mál.“

Samkvæmt heimildum Mannlífs bað Sigríður Dögg um sýndaraðgang að heimabanka Blaðamannafélagsins og það hafi Hjálmar verið ósáttur við, en hann, sem framkvæmdastjóri hefur borið ábyrð á fjármálum félagsins. Aðalsteinn segir það „fullkomlega eðlilegt“ að stjórnarmeðlimur hafi aðgang að fjárhagsupplýsingum félagsins.

„Það er bara fullkomlega eðlilegt að einhver í stjórninn hafi aðgang að fjárhagsupplýsingum félagsins. Það er bara alvanalegt og ég held að stjórnin hafi ákveðið það fyrir vikum síðan að svo ætti að vera. Það er stjórnin sem ber endanlega ábyrgð á fjárhagsstöðu félagsins.“

Í vor fara fram formannskosningar hjá BÍ en sjálfur mun Aðalsteinn hætta í stjórninni og sem varaformaður, þar sem hann er að fara í fæðingarorlof, en það hefur legið fyrir um langt skeið. Þegar Mannlíf spurði Aðalstein hvort hann muni styðja Sigríði Dögg í komandi kosningum, svaraði hann óbeint.

„Við Sigga Dögg höfum haft gott samstarf en það höfum við Hjálmar líka átt, þegar ég var í stjórn og hann formaður. Og nú hafa félagsmenn tækifæri á að ákveða hver er í forystu félagsins. En stjórnin hefur verið alveg sammála um þau verkefni sem á að fara í.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -