Sunnudagur 5. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Verktaki segir Njarðvíkurlögn hafa verið ónýta 1992: „Við settum bara bætur á öll götin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Byggingartæknifræðingurinn Skúli Ágústsson, varaði við því hraunflæði sem tók Njarðvíkurlögn í sundur í eldgosinu sem hófst á fimmtudaginn síðastliðinn. Verktaki sem vann við bætingu á lögninni 1992, segir hana hafa verið hálf ónýta á þeim tíma.

Mbl.is segir frá því að Skúli Ágústsson byggingartæknifræðingur, sem hefur unnið fyrir HS Orku, hafi varað almannavarnir og viðbragðsaðila við nákvæmlega því hraunflæði sem tók Njarðvíkurlögn í nýjasta eldgosinu. Það gerði hann fyrst árið 2020 og aftur í pósti til almannavarna, HS Orku, lögreglunnar og Grindavíkurbæjar, þann 29. desember síðastliðinn.

Í póstinum segir hann að hann telji að mistök hafi verið gerð er varnargarðarnir voru byggðir utan um Svartasengi.

„Þessi varn­argarður sem nú þegar er kom­inn frá Sýl­ing­ar­felli og utan um byggðina í Svartsengi leiðir aðeins hraun að Grinda­vík­ur­vegi. Tek­ur í sund­ur Grinda­vík­ur­veg­inn, heita­vatns­lögn til Reykja­nes­bæj­ar, Suður­nesja­bæj­ar og Voga. Rýf­ur raf­magns­línu frá Svartsengi og síður en ekki síst rýf­ur kalda­vatns­lögn til orku­vers­ins því kalda­vatns­lögn­in er grunnt í jarðvegi frá Gjánni (aðal vatnstöku­svæði Suður­nesja) og því hef­ur eng­an til­gang að vera að setja nýja heita­vatns­lögn djúpt í jörð á þessu svæði þar sem heita­vatnið er nú bara kalt upp­hitað vatn sem kem­ur frá Gjánni. Verði stórt hraungos á nýju sprung­unni þá myndi Svartsengi ein­angr­ast og eng­in kæm­ist þangað nema fugl­inn fljúg­andi eða með þyrl­um því Grinda­vík­ur­veg­ur færi und­ir hraun báðum meg­in við Svartsengi og Norður­ljósa­veg­ur­inn einnig,“ seg­ir Skúli í póst­in­um.

Fram kemur í frétt mbl.is að stór hluti þess sem Skúli spáði fyrir um, hafi raungerst í eldgosinu en hins vegar hafi hraunið ekki náð að kaldavatnslögnum nema að hluta.

„Ég gerði þetta um helgi að gamni mínu út frá hæðarlínu­korti. Ég var mikið í Grinda­vík sem gutti og það er eig­in­lega ástæðan fyr­ir því að ég gerði þetta,“ seg­ir Skúli en það gerði hann árið 2020. „Þá höfðu sam­band við mig tveir menn, ann­ar frá Neyðarlín­unni og hinn frá lög­regl­unni. Þeir fengu þetta sent til sín árið 2020 en síðan hef ég ekk­ert heyrt meira í þeim.“

- Auglýsing -

Í samtali við mbl.is segir Skúli að ekki hafi verið tekið tillit til hæðarmælinga við byggingu varnargarðanna.

„Alls ekki. Það hefði átt að gera varn­argarð frá Sýl­ing­ar­felli að Gíg­húsa­hæð, en í stað þess var gerður varn­argarður utan um mann­virk­in í Svartsengi. Það var ekki þörf á því ef miðað er við það hvar gosið hef­ur und­an­far­in þúsund ár.“

Bendir hann þó á að hann sýni því vissulega skilning að varnargarðurinn hafi verið byggður um Orkuverið enda miklir hagsmunir þar undir en að hann telji að mun betur hefði verið hægt að vinna hlutina, með styttri og markvissari varnargarða.

- Auglýsing -

Lögnin ónýt 1992

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -