Mánudagur 20. maí, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sláandi ósamræmi í forstjóramálum – Sara skipuð í stað Höllu en enginn fyrir Helgu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ósamræmis gætir í málum opinberra stofnana ríkisins hvað varðar staðgengla fyrir þá sem fara í forsetaframboð. Þannig eru málin leyst innanhúss hjá Persónuvernd í fjarveru Helgu Þórisdóttur á meðan utanaðkomandi forstjóri, Sara Lind Guðgeirsdóttir, hefur verið skipuð tímabundið sem forstjóri Orkumálastofunar, á meðan Halla Hrund Logadóttir er í forsetaframboði.

Sara Lind Guðgeirsdóttir virðist vera í sérstöku uppáhaldi hjá Sjálfstæðisflokknum en hún hefur ítrekað verið skipuð í opinber embætti án auglýsingar, af ráðherrum flokksins. Í apríl 2023 var hún skipuð í stól forstjóra Ríkiskaupa til bráðabirgða af Bjarna Benediktssyni, þáverandi fjármálaráðherra, án auglýsingar. Sú skipan var gríðarlega umdeild, enda hafði Sara Lind hvorki reynslu né menntun til að gegna forstjórastöðunni en hún er lögfræðingur að mennt. Ítrekað var sú skipun framlengd þar hún var skipuð forstjóri yfir Orkumálastofnun í stað Höllu Hrundar Logadóttur, án auglýsingar, af Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra. Halla Hrund er nú er í framboði til forseta Íslands. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar er einnig í forsetaframboði en enginn hefur verð skipaður í hennar stað í stól forstjóra.

Ekki er þetta í fyrsta skipti sem skipan Söru Lindar er umdeild en árið 2012 var hún ráðin sem deildarstjóri ráðgjafadeildar hjá VR, þrátt fyrir að hafa ekki verið metin hæfust umsækjenda. Stefán E. Stefánsson var þá formaður VR. Seinna hófu þau sambúð og eru nú gift en Stefán er innmúraður Sjálfstæðismaður. Söru var svo sagt upp ári síðar, þegar Ólafía Björg Rafnsdóttir tók við forstjórastöðunni af Stefáni Einari. Ástæðan var sögð vera skipulagsbreytingar. Sara Lind kærði VR fyrir ólögmæta uppsögn og einelti en tapaði málinu í Hæstarétti en dómurinn var klofinn þegar kom að eineltinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -