Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Isavia fær 6,3 milljarða lánaða til viðbótar: „Óvissan er engu að síður enn þá veruleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt að veita Isavia lán upp á 40 milljónir evra sem samsvarar um 6,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vef Isavia.

Þar segir að um lokaádrátt vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn veitti félaginu árið 2018 sé að ræða, lánið er veitt til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli.

„Þessi fjármögnun kemur til viðbótar við fjóra milljarða sem íslenska ríkið hefur þegar lagt félaginu til í aukið hlutafé en þeir fjármunir voru skilyrtir við ákveðin fjárfestingaverkefni á Keflavíkurflugvelli. Samtals hefur félagið því tryggt sér yfir 10 milljarða króna í nýja fjármögnun frá því að flug til og frá Íslandi svo til lagðist af vegna Covid-19 faraldursins,“ segir í tilkynningunni.

Þar er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að ánægjulegt sé að sjá Evrópska fjárfestingabankann koma með þessum hætti að fjármögnun uppbyggingar Keflavíkurflugvallar. „Þessi ákvörðun bankans sýnir vilja hans í verki til að koma með myndarlegum hætti að verkefnum sem styðja beint við endurreisn hagkerfisins,“ segir Bjarni.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að þrátt fyrir lánveitinguna sé óvissan áfram mikil. „Óvissan er engu að síður enn þá veruleg en þessi ákvörðun bankans gerir okkur kleift að halda verkefnum okkar gangandi enn um sinn og veitir okkur þannig mikilvægt svigrúm til áframhaldandi umsvifa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -