Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ísland hrapar niður lífsgæðalista Sameinuðu Þjóðanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland hrapar niður lífsgæðalista Sameinuðu Þjóðanna þegar umhverfisþættir eru teknir með í reikninginn. Þannig hrynur Íslands niður um 26 sæti á nýbirtum lífsgæðalista samtakanna og situr nú í þrítugasta sæti.

Það er Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Norðurlandanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem vekur athygli á þessu mikla hrapi í færslu á Facebook. Hann segir alveg ljóst hvers vegna Íslands fellur svona niður listann og furðar sig á því hversu lítið er fjallað um málið hér á landi í samanburði við Norðmenn sem hröpuðu líka. „Djúpt kolefnisspor Íslendinga verður til þess að þeir færast niður lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna. Mun minna hefur farið fyrir þessari frétt hér á landi en í Noregi þar sem menn eru nánast í losti,“ segir Árni.

Á síðasta lífsgæðalista sat Ísland í 5-6 sæti en hrapar nú ásamt bæði Norðmönnum og Finnum. Danir náðu aftur á móti að hoppa upp um fimm sæti, úr því tíunda í fimmta og Svíar færðu sig upp um eitt sæti og sitja í því sjótta á nýja listanum.

Á þessum lista SÞ hefur verið tekið tilliti til þjóðarframleiðslu, menntunar, heilbrigðisþjónustu, jafnrétti kynjanna og jöfnuð. Á þeim nýja var jafnframt tekið með í reikninginn það álag sem lífsgæðin valda plánetunni með neyslu og kolefnisspori.

Djúpt kolefnisspor Íslendinga verður til þess að þeir færast niður lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna.

Posted by Árni Snævarr on Tuesday, December 15, 2020

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -