Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Kári fær ekki að skima fyrir kórónaveirunni – „Þetta er endanleg ákvörðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, hafði samband við ís­lensk heil­brigðis­yf­ir­völd og bauðst til að skima fyrir kórónaveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Kári sagði í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 í gær að hugmyndin væri að útbúa einhvers konar „drive-through“ þar sem væri tekið sýni úr nefholi fólks. Hann sagði að honum þætti sjálfsagt að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar hér á landi. Til að byrja með yrðu einstaklingar með einkenni COVID-19 sjúkdómsins skimaðir, í framhaldi væri jafnvel hægt að skima fleiri.

Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi að slíkt yrði einstakt á heimsvísu.

En Kári segir í Facebook-færslu sem birtist fyrr í kvöld að Íslensk erfðagreining hafi ekki fengið leyfi til að skima fyrir kórónaveirunni. Kári segir ástæðuna vera að framlag Íslenskrar erfðagreiningar yrði flokkað sem vísindarannsókn og þá þyrfti fyrirtækið að sækja um leyfi fyrir henni.

„Það munum við ekki gera vegna þess að af okkar hálfu átti þetta átti að vera þátttaka í klínískri vinnu en ekki vísindarannsókn.“

„Það er illvígur veirufaraldur að ganga yfir landið. Það var okkar mat og annarra að það væri mikilvægt að geta fylgst með útbreiðslu veirunnar og því hvernig hún stökkbreytist þegar hún ferðast milli fólks. Við buðumst til þess að hlaupa undir bagga með heilbrigðiskerfinu og skima fyrir veirunni og raðgreina hana þar sem hún finnst þannig að það væri vitað hvar hún er og í hvaða formi. Það leit út fyrir að boð okkar væri þegið. Nú kemur í ljós að Vísindasiðanefnd/Persónuvernd líta svo á að þessi tilraun okkar til þess að taka þátt í aðgerðum heilbrigðiskerfisins beri að líta á sem vísindarannsókn og við yrðum að sækja um leyfi til þeirra. Það munum við ekki gera vegna þess að af okkar hálfu átti þetta átti að vera þátttaka í klínískri vinnu en ekki vísindarannsókn. Þess vegna verður ekkert af okkar framlagi að þessu sinni. Þetta er endanleg ákvörðun,“ skrifar hann í færslu sína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -