Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.1 C
Reykjavik

Keppast um sömu aurana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsvarsmenn Icelandair og Play-flugfélagsins þjóta nú, samkvæmt heimildum Mannlífs, á milli funda með fjárfestum og stjórnendum íslensku lífeyrissjóðanna í þeirri von að safna frekari fjármunum til rekstursins. Munurinn er sá að forsvarsmenn þess fyrrnefnda þurfa að safna 30 milljörðum íslenskra króna til að lifa af á meðan þeir síðarnefndu leita að hundruðum milljóna til að tryggja framtíðarfjármögnum til vaxtar félagsins, samkvæmt sömu heimildum Mannlífs.

Play er tilbúið til leiks, að hefja flug um leið og aðstæður leyfa. Íslenskir ráðamenn hafa á sama tíma komið því skýrt á framfæri að Icelandair sé það þjóðhagslega mikilvægt að því verði að bjarga. Útlit er fyrir að íslenska þjóðin sitji uppi með Icelandair-flugfélagið og það komi alfarið í hennar hlut að bjarga því frá falli.

Nú þegar á almenningur stóran hluta í flugfélaginu í gegnum eignarhluti lífeyrissjóðanna. Allt stefnir í að fólkið í landinu eignist enn meira í gegnum skuldbreytingu lána stóru ríkisbankanna sem nú þegar hafa lánað flugfélaginu í kringum 20 milljarða króna, mögulega hlutafjáraukningu lífeyrissjóðanna og skattfé landsmanna með lánum og ábyrgðum ríkissjóðs. Þessu til viðbótar hefur félagið lýst því yfir að almenningi verði boðin þátttaka í hlutafjárútboði og því ljóst að það verður almennings að bjarga Icelandair. Á sama tíma virðist stærsti eigandi félagsins vera að kasta inn handklæðinu og einkafjárfestar virðast fram til þessa ekki hafa mikla tiltrú á viðreisnarverkefninu. Heimildir Mannlífs herma einnig að fjárfestar séu heldur ekki allt of spenntir fyrir því að fjárfesta í Play-flugfélaginu á meðan mikil óvissa ríkir á markaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -