Fimmtudagur 23. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Krist­inn gefið upp alla von um að réttlæti sé að finna í réttarsalnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­Leaks og vinur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, segir erfitt að fylgjast með vini sínum í réttarhöldum þar sem framsals­beiðni Band­ríkja­manna yfir hon­um er tek­in fyr­ir.

„Það er þung upplifun að sitja á palli í réttarhöldum og horfa á Julian Assange í glerbúri, við hlið tveggja fangavarða að reyna af veikum mætti fylgjast með málflutningi um framtíð sína – líklegast um líf og dauða,“ skrifar Kristinn meðal annars í færslu á Facebook.

Réttarhöldin hófust á mánudag í réttarsal við hliðina á Belmarsh öryggisfangelsinu í London.

Það var fjölmennt á baráttufundi fyrir Julian Assange sem haldinn var á þingtorginu fyrir framan Westminster í London um helgina. Mynd / EPA

„Þetta er réttarsalur fyrir hryðjuverkamenn og stórglæpamenn. Á degi eitt, á mánudag var hann handjárnaður 11 sinnum, berstrípaður í líkamsleit tvisvar sinnum, settur í 5 mismunandi biðklefa og þegar hann fór til baka í fangelsið voru öll lögfræðigögn tekin af honum,” lýsir Kristinn í færslu sinni.

Kristinn lýsir því þegar dómarinn spurði Assange hvort hann þyrfti hlé en var beðinn um að svara í gegnum lögfræðing sinn.

„Milliliðalaust reyndi hann að tjá sig við dómarann í gegnum rifu á glerbúrinu. „Hvernig á ég að geta fylgst með? Ég heyri varla nokkuð, ég á erfitt með að tala við lögmenn mína án þess að fulltrúar bandarískra stjórnvalda heyri hvað okkur fer á mill. Ég er eins og áhorfandi á Wimbeldon. Á enga aðild!“ Dómarinn þaggaði niður í Julian og heimtaði að hann talaði við réttinn í gegnum lögmanninn. Þegar sá tók til máls endurflutti hann boðin frá Julian – með beiðni um að honum yrði leyft að yfirgefa glerbúrið og sitja með lögmönnum sínum í réttarsalnum, til þess að geta milliliðalaust verið í beinu sambandi við eigin lögmenn og málflytjendur í þessu flókna máli,” útskýrir Kristinn.

- Auglýsing -

Hann segir að dómari hafi þvertekið fyrir að verða við beiðni Assange þar sem hún gæti ekki metið hvaða hætta gæti skapast yrði honum hleypt út. „Einhvers staðar þarna gaf ég upp alla von um að nokkurt réttlæti væri að fá þessum réttarsal,” skrifar Krisinn.

Hann segir málið ekki bara snúast um framtíð Assange heldur einnig framtíð blaðamennsku eins og hún leggur sig. „Þessarar sem núna er jöfnuð við njósnir og ógn við þjóðaröryggi og krafist er 175 ára fangelsis yfir þeim sem hana ástunda. Þetta er styrjöld um grundvallarréttindi borgaranna, fyrir aðgangi að upplýsingum, fyrir aðhaldi gagnvart ógeðfelldu, freku og ofbeldisfullu valdi, fyrir sannleikann og vonandi meðfylgjandi réttlæti.”

Færslu Kristins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -