Laugardagur 24. febrúar, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Krónprinsinn í Sádí Arabíu sagður bera ábyrgð á morðinu á Kashoggi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rökstuddur grunur er um að Mohamed bin Salman, krónprinsinn í Sádí Arabíu, sé ábyrgur fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi. Mælst er til þess að hert verði á viðskiptaþvingunum gegn prinsinum þangað til hann stendur fyrir máli sínu.

Þetta er niðurstaða 100 blaðsíðna skýrslu Agnesar Callamard, sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Sádí Arabíu fengu skýrsluna áður en hún var birt en ekkert hefur heyrst frá konungsríkinu um efni hennar. Þau neituðu fyrst allri aðild að málinu en viðurkenndu síðar að morðið hafi verið framið án vitneskju krónprinsins.

Jamal Kashoggi sást síðast ganga inn í sendiráð Sádí Arabíu í Istanbúl en þaðan kom hann aldrei aftur. Talið er að hann hafi verið myrtur á grimmilegan hátt og lík hans bútað í sundur. Líkamsleifar hans eru enn ófundnar. Böndin beindust strax að krónprinsinum og mönnum í hans innsta hring enda var Kashoggi ötull gagnrýnandi stjórnvalda í Sádí Arabíu.

Callamard hefur rannsakað hvarf Kashoggis undanfarna sex mánuði og eru niðurstaða hennar sú að sterkar vísbendingar séu um að bin Salman beri beina ábyrgð á morðinu á Kashoggi. Um hreina og þaulskipulagða aftöku hafi verið að ræða. Kallað er eftir formlegri rannsókn á ódæðinu og að ríki heims sameinist um að beita æðstu ráðamenn í Sádí Arabíu viðskiptaþvingunum. Slíkar þvinganir feli meðal annars í frystingu eigna krónprinsins erlendis.

Málið gæti orðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, erfitt en hann hefur lagt ríka áherslu á að rækta samstarfið við stjórnvöld í Sádí Arabíu. Ráðgjafi hans og tengdasonur, Jared Kushner, er sömuleiðis sagður eiga í trúnaðarsambandi við bin Salman. Trump hefur fram til þessa verið ófáanlegur til að saka krónprinsinn um verknaðinn, þvert á ályktanir hans eigin leyniþjónustu.

Stjórnvöld í Sádí Arabíu tilkynntu um að 11 ónefndir embættismenn hafi verið ákærðir fyrir morðið og er krafist dauðarefsingar yfir þeim. Réttað er yfir þeim fyrir luktum dyrum. Callamard segir í skýrslu sinni að réttarhöldin fullnægi ekki alþjóðlegum stöðlum og skorar á stjórnvöld í Sádí Arabíu að stöðva þau og vinna þess í stað með SÞ að rannsókn málsins. Ólíklegt er að það gerist enda neituðu Sádar að vinna með Callamard að rannsókninni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -